Libra Securities

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Libra Securities, sem áður hét Verðbréfavogin, er íslenskur fjármálahugbúnaður frá hugbúnaðarfyrirtækinu Libra ehf. Kerfið heldur utan um ferli verðbréfaviðskipta frá viðskiptum til uppgjörs, sjóðaumsýslu og rekstur verðbréfasafna. Libra Securities er í notkun hjá flestum fyrirtækjum og stofnunum á íslenskum fjármálamarkaði.[1][2]

Bakgrunnur[breyta | breyta frumkóða]

Libra Securities á rætur að rekja til fjármáladeildar TölvuMynda[3][4], síðar TM Software, allt til ársins 1996 þegar skrifað var verðbréfasjóðakerfi fyrir Búnaðarbankann Verðbréf.[5].

Kerfið óx og dafnaði og varð að bakvinnslu-, vörslu- og eignarstýringarkerfinu, Libra Securities, sem nær allir aðilar á íslenska verðbréfamarkaðinum nota við sín daglegu störf.[6][7]

Markmiðið með kerfinu var að þróa kerfi sem leysir daglega vinnu verðbréfafyrirtækja og tengist öllum aðgerðum og viðskiptum sem þau gera.[8]

Kerfiseiningar[breyta | breyta frumkóða]

Libra Securities samanstendur af nokkrum kerfiseiningum sem styðja frágang viðskipta, greiðslur, eignaskipti, samskipti við fjárhagskerfi, eignaumsýsla, verðmat, fyrirtækjaaðgerðir, upplýsingagjöf og stuðning við fjárfestingarákvarðanir.[9]

Samstarf við Infinity[breyta | breyta frumkóða]

Í tilkynningu um samstarf TölvuMynda við erlenda hugbúnaðarfyrirtækið Infinity árið 1999 kemur fram að samstarfið feli meðal annars í sér að reynt verði að koma Verðbréfavoginni á markað erlendis.[10] [11] [12]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Morgunblaðið, Markaðurinn, 'Annast frágang um 85% viðskipta af VÞÍ', 21. febrúar, 2002
 2. librasoft.is, Vefur Libra ehf. skoðað 8. desember 2010
 3. 'Fylkismaður með fjármálalausnir', Morgunblaðið, Viðskiptablað, 28. febrúar, 2002
 4. "Á tímamótum", TölvuVísir, Fréttablað um upplýsingatækni, 1999, skoðað 8. desember 2010
 5. Hvað við gerum, Vefur Libra ehf. skoðað 8. desember 2010
 6. 'Tími vaxtarins er núna', Morgunblaðið, Viðskipti, 19. september, 1998
 7. Hvað við gerum, Vefur Libra ehf. skoðað 8. desember 2010
 8. 'Erum langt frá endimörkum vaxtarins', Morgunblaðið, Viðskiptablað, 31. desember 1998
 9. Hvað við gerum, Vefur Libra ehf. skoðað 8. desember 2010
 10. 'TölvuMyndir sækja á erlendan markað', Dagblaðið Vísir - DV, Vefur og tölvur, 50. tölublað, 1. mars 1999
 11. 'Eykur sóknarmöguleika erlendis', Morgunblaðið, Viðskipti, 47. tölublað, 26. febrúar 1999
 12. 'Erum langt frá endimörkum vaxtarins', Morgunblaðið, Viðskiptablað, 31. desember 1998

Tengill[breyta | breyta frumkóða]