Libra Securities
![]() | Lagt hefur verið til að þessi grein verði sameinuð við Libra. Hægt er að ræða þessa tillögu á spjallsíðu greinarinnar. |
---|
Libra Securities, sem áður hét Verðbréfavogin, er íslenskur fjármálahugbúnaður frá hugbúnaðarfyrirtækinu Libra ehf. Kerfið heldur utan um ferli verðbréfaviðskipta frá viðskiptum til uppgjörs, sjóðaumsýslu og rekstur verðbréfasafna. Libra Securities er í notkun hjá flestum fyrirtækjum og stofnunum á íslenskum fjármálamarkaði.[1][2]
Bakgrunnur[breyta | breyta frumkóða]
Libra Securities á rætur að rekja til fjármáladeildar TölvuMynda[3][4], síðar TM Software, allt til ársins 1996 þegar skrifað var verðbréfasjóðakerfi fyrir Búnaðarbankann Verðbréf.[5].
Kerfið óx og dafnaði og varð að bakvinnslu-, vörslu- og eignarstýringarkerfinu, Libra Securities, sem nær allir aðilar á íslenska verðbréfamarkaðinum nota við sín daglegu störf.[6][7]
Markmiðið með kerfinu var að þróa kerfi sem leysir daglega vinnu verðbréfafyrirtækja og tengist öllum aðgerðum og viðskiptum sem þau gera.[8]
Kerfiseiningar[breyta | breyta frumkóða]
Libra Securities samanstendur af nokkrum kerfiseiningum sem styðja frágang viðskipta, greiðslur, eignaskipti, samskipti við fjárhagskerfi, eignaumsýsla, verðmat, fyrirtækjaaðgerðir, upplýsingagjöf og stuðning við fjárfestingarákvarðanir.[9]
Samstarf við Infinity[breyta | breyta frumkóða]
Í tilkynningu um samstarf TölvuMynda við erlenda hugbúnaðarfyrirtækið Infinity árið 1999 kemur fram að samstarfið feli meðal annars í sér að reynt verði að koma Verðbréfavoginni á markað erlendis.[10] [11] [12]
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ Morgunblaðið, Markaðurinn, 'Annast frágang um 85% viðskipta af VÞÍ', 21. febrúar, 2002
- ↑ librasoft.is, Vefur Libra ehf. skoðað 8. desember 2010
- ↑ 'Fylkismaður með fjármálalausnir', Morgunblaðið, Viðskiptablað, 28. febrúar, 2002
- ↑ "Á tímamótum", TölvuVísir, Fréttablað um upplýsingatækni, 1999, skoðað 8. desember 2010
- ↑ Hvað við gerum, Vefur Libra ehf. skoðað 8. desember 2010
- ↑ 'Tími vaxtarins er núna', Morgunblaðið, Viðskipti, 19. september, 1998
- ↑ Hvað við gerum, Vefur Libra ehf. skoðað 8. desember 2010
- ↑ 'Erum langt frá endimörkum vaxtarins', Morgunblaðið, Viðskiptablað, 31. desember 1998
- ↑ Hvað við gerum, Vefur Libra ehf. skoðað 8. desember 2010
- ↑ 'TölvuMyndir sækja á erlendan markað', Dagblaðið Vísir - DV, Vefur og tölvur, 50. tölublað, 1. mars 1999
- ↑ 'Eykur sóknarmöguleika erlendis', Morgunblaðið, Viðskipti, 47. tölublað, 26. febrúar 1999
- ↑ 'Erum langt frá endimörkum vaxtarins', Morgunblaðið, Viðskiptablað, 31. desember 1998