Libra

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Libra
Merki Libra
Rekstrarform Einkahlutafélag
Stofnað 2001
Staðsetning Kópavogur og Akureyri, Ísland
Lykilmenn Þórður Gíslason framkvæmdarstjóri
Starfsemi Hugbúnaður fyrir fjármálamarkað
Starfsmenn 32
Vefsíða www.librasoft.is

Libra ehf er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem hefur verið leiðandi í þróun og framleiðslu hugbúnaðar fyrir íslenskan fjármálamarkað frá árinu 1996 [1][2]. Fyrirtækið er með starfstöðvar í Kópavogi þar sem starfa um 30 manns og á Akureyri er 5 manna starfsstöð.[3].

Helstu vörur fyrirtækisins, Libra Loan og Libra Securities, eru í notkun hjá flestum fyrirtækjum og stofnunum á íslenskum fjármálamarkaði.

Bakgrunnur Libra[breyta | breyta frumkóða]

Libra á rætur að rekja til fjármáladeildar TölvuMynda, síðar TM Software, allt til ársins 1996.[4]

Deildin var rekin sem sjálfstæð eining innan TölvuMynda þar til um áramótin 2000/2001 þegar stofnað var dótturfyrirtækið Fjármálalausnir ehf. og Ólafur Jónsson, stjórnandi fjármáladeildar, var ráðinn framkvæmdastjóri þess.[5]

Ári síðar var nafninu breytt í Libra með þeim tilgangi að kenna fyrirtækið við aðalvöru þess auk þess sem Þórður Gíslason tekur við starfi framkvæmdastjóra, en hann hafði leitt vöruþróun frá upphafi.[6]

Í byrjun árs 2006 seldi TM-Software Libra til norrænu kauphallarinnar OMX[7] og fékk nafnið OMX Technology á Íslandi, síðar OMX Banks and Brokers á Íslandi og loks OMX Broker Services á Íslandi[8]. Við þessi eigendaskipti fer Þórður til OMX Broker Services í Stokkhólmi og Jón Páll Jónsson tekur við framkvæmdarstjóra OMX Broker Services á Íslandi.

2008 sameinuðust Nasdaq Kauphöllin í New York og OMX[9] og við það var nafninu breytt í Nasdaq OMX Broker Services á Íslandi[10].

Í mars 2009 seldu Nasdaq OMX til innlendra fjárfesta. Nafnið Libra var tekið upp á ný auk þess sem Þórður tók aftur við sem framkvæmdarstjóri.[11][12]

Stefna Libra[breyta | breyta frumkóða]

Á vefsíðu Libra kemur fram að: ,,Við erum leiðandi í smíði hugbúnaðar fyrir íslenskan fjármálamarkað. Við bjóðum stolt upp á vörur með sterkan tæknilegan bakgrunn og erum tilbúin fyrir nýja markaði.

Við vinnum skipulega í hópi faglegra og umfram allt ánægðra starfsmanna og vinnum náið með viðskiptavinum okkar."[13]

Gildi Libra[breyta | breyta frumkóða]

Á vefsíðu Libra kemur fram að gildi fyrirtækisins séu traust, fagmennska, sveigjanleiki og frumkvæði. "Gildin okkar endurspeglast í nánu samstarfi við viðskiptavini, löngum viðskiptasamböndum, frumkvæði í lausnum og ráðgjöf, faglegri nálgun verkefna og stöðugri umbótahugsun."[14]

Viðskiptavinir Libra[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Morgunblaðið, Markaðurinn, 'Annast frágang um 85% viðskipta af VÞÍ', 21. febrúar, 2002.
 2. Morgunblaðið, Markaðurinn, 'Erum langt frá endimörkum vaxtarins', 31. desember 1998
 3. librasoft.is, 'Hver við erum / Starfsstöðvar', heimsótt 7. desember 2010.
 4. mbl.is, Viðskiptablað, 'Fylkismaður með fjármálalausnir', 28. febrúar, 2002.
 5. Morgunblaðið, Viðskiptablað, 'Nýr starfsmaður TölvuMynda hf.', 7. febrúar, 2002.
 6. Morgunblaðið, Markaðurinn, 'Annast frágang um 85% viðskipta af VÞÍ', 21. febrúar, 2002.
 7. mbl.is, Viðskiptafréttir, 'OMX kaupir Libra', 15. nóvember, 2005.
 8. librasoft.is, 'Hver við erum / Sagan', heimsótt 7. desember 2010.
 9. http://nasdaqomx.com, 'Who We Are / Milestones'
 10. librasoft.is, 'Hver við erum / Sagan', heimsótt 7. desember 2010.
 11. visir.is, Viðskipti, 'Nýir eigendur að NASDAQ OMX Broker Services á Íslandi', 18. mars, 2009
 12. mbl.is, Viðskipti, 'Nýir eigendur að NASDAQ OMX Broker Services á Íslandi', 18. mars, 2009.
 13. librasoft.is, 'Hvad við gerum / Stefna Libra', heimsótt 7. desember 2010.
 14. librasoft.is, 'Hvad við gerum / Okkar gildi', heimsótt 7. desember 2010.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]