Libra
Libra | |
Rekstrarform | Einkahlutafélag |
---|---|
Stofnað | 2001 |
Staðsetning | Kópavogur og Akureyri, Ísland |
Lykilpersónur | Þórður Gíslason framkvæmdarstjóri |
Starfsemi | Hugbúnaður fyrir fjármálamarkað |
Starfsfólk | 32 |
Vefsíða | www.librasoft.is |
Libra ehf var íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem var leiðandi í þróun og framleiðslu hugbúnaðar fyrir íslenskan fjármálamarkað frá árinu 1996[1][2]. Fyrirtækið var með starfstöðvar í Kópavogi þar sem störfuðu um 30 manns og á Akureyri var 5 manna starfsstöð.[3].
Helstu vörur fyrirtækisins, Libra Loan og Libra Securities, voru í notkun hjá flestum fyrirtækjum og stofnunum á íslenskum fjármálamarkaði. Meðal viðskiptavina Libra voru Auður Capital, Arion Banki, Frjálsi Fjárfestingarbankinn, Íslandsbanki, Íslensk Verðbréf, Landsbankinn, Nasdaq OMX, Sjóvá og Tryggingamiðstöðin.
Árið 2018 keypt hollenska hugbúnaðarfyrirtækið Five Degrees Libra.[4]
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Libra á rætur að rekja til fjármáladeildar TölvuMynda, síðar TM Software, allt til ársins 1996.[5]
Deildin var rekin sem sjálfstæð eining innan TölvuMynda þar til um áramótin 2000/2001 þegar stofnað var dótturfyrirtækið Fjármálalausnir ehf. og Ólafur Jónsson, stjórnandi fjármáladeildar, var ráðinn framkvæmdastjóri þess.[6]
Ári síðar var nafninu breytt í Libra með þeim tilgangi að kenna fyrirtækið við aðalvöru þess auk þess sem Þórður Gíslason tekur við starfi framkvæmdastjóra, en hann hafði leitt vöruþróun frá upphafi.[7]
Í byrjun árs 2006 seldi TM-Software Libra til norrænu kauphallarinnar OMX[8] og fékk nafnið OMX Technology á Íslandi, síðar OMX Banks and Brokers á Íslandi og loks OMX Broker Services á Íslandi[9]. Við þessi eigendaskipti fer Þórður til OMX Broker Services í Stokkhólmi og Jón Páll Jónsson tekur við framkvæmdarstjóra OMX Broker Services á Íslandi.
2008 sameinuðust Nasdaq Kauphöllin í New York og OMX[10] og við það var nafninu breytt í Nasdaq OMX Broker Services á Íslandi[11].
Í mars 2009 seldu Nasdaq OMX til innlendra fjárfesta. Nafnið Libra var tekið upp á ný auk þess sem Þórður tók aftur við sem framkvæmdarstjóri.[12][13]
Vörur
[breyta | breyta frumkóða]Libra Loan
[breyta | breyta frumkóða]Libra Loan er lánaumsýslukerfi. Yfir 100.000 lán eru meðhöndluð í kerfinu hjá viðskiptavinum Libra, sem eru flest fyrirtæki og stofnanir á íslenskum fjármálamarkað.[14]
Libra Loan er fjölmynta lánaumsýslukerfi með öfluga upplýsingagjöf. Kerfið heldur utan um lántökur og lánveitingar og þriðja aðila umsýslu á skuldabréfum. Libra Loan er frá upphafi hannað fyrir íslenskan markað og ræður við séríslenskar þarfir og úrræði og styður fjölda lánaafbrigði.
Libra Securities
[breyta | breyta frumkóða]Libra Securities, sem áður hét Verðbréfavogin, er fjármálahugbúnaður. Kerfið heldur utan um ferli verðbréfaviðskipta frá viðskiptum til uppgjörs, sjóðaumsýslu og rekstur verðbréfasafna. Libra Securities var í notkun hjá flestum fyrirtækjum og stofnunum á íslenskum fjármálamarkaði.[15][16] Markmiðið með kerfinu var að þróa kerfi sem leysir daglega vinnu verðbréfafyrirtækja og tengist öllum aðgerðum og viðskiptum sem þau gera.[17]
Libra Securities á rætur að rekja til fjármáladeildar TölvuMynda[18][19], síðar TM Software, allt til ársins 1996 þegar skrifað var verðbréfasjóðakerfi fyrir Búnaðarbankann Verðbréf.[20]. Kerfið óx og dafnaði og varð að bakvinnslu-, vörslu- og eignarstýringarkerfinu, Libra Securities, sem nær allir aðilar á íslenska verðbréfamarkaðinum nota við sín daglegu störf.[21][22]
Í tilkynningu um samstarf TölvuMynda við erlenda hugbúnaðarfyrirtækið Infinity árið 1999 kemur fram að samstarfið feli meðal annars í sér að reynt verði að koma Verðbréfavoginni á markað erlendis.[23] [24] [25]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Morgunblaðið, Markaðurinn, 'Annast frágang um 85% viðskipta af VÞÍ', 21. febrúar, 2002.
- ↑ Morgunblaðið, Markaðurinn, 'Erum langt frá endimörkum vaxtarins', 31. desember 1998
- ↑ librasoft.is Geymt 4 júní 2013 í Wayback Machine, 'Hver við erum / Starfsstöðvar', heimsótt 7. desember 2010.
- ↑ „Five Degrees kaupir Libra á Íslandi“. Viðskiptablaðið. 26. júlí 2018.
- ↑ mbl.is, Viðskiptablað, 'Fylkismaður með fjármálalausnir', 28. febrúar, 2002.
- ↑ Morgunblaðið, Viðskiptablað, 'Nýr starfsmaður TölvuMynda hf.', 7. febrúar, 2002.
- ↑ Morgunblaðið, Markaðurinn, 'Annast frágang um 85% viðskipta af VÞÍ', 21. febrúar, 2002.
- ↑ mbl.is, Viðskiptafréttir, 'OMX kaupir Libra', 15. nóvember, 2005.
- ↑ librasoft.is Geymt 4 júní 2013 í Wayback Machine, 'Hver við erum / Sagan', heimsótt 7. desember 2010.
- ↑ http://nasdaqomx.com, 'Who We Are / Milestones'
- ↑ librasoft.is Geymt 4 júní 2013 í Wayback Machine, 'Hver við erum / Sagan', heimsótt 7. desember 2010.
- ↑ visir.is, Viðskipti, 'Nýir eigendur að NASDAQ OMX Broker Services á Íslandi', 18. mars, 2009
- ↑ mbl.is, Viðskipti, 'Nýir eigendur að NASDAQ OMX Broker Services á Íslandi', 18. mars, 2009.
- ↑ 'Hvað við gerum' Geymt 4 júní 2013 í Wayback Machine, librasoft.is, heimsótt 7. desember 2010.
- ↑ Morgunblaðið, Markaðurinn, 'Annast frágang um 85% viðskipta af VÞÍ', 21. febrúar, 2002
- ↑ librasoft.is Geymt 4 júní 2013 í Wayback Machine, Vefur Libra ehf. skoðað 8. desember 2010
- ↑ 'Erum langt frá endimörkum vaxtarins', Morgunblaðið, Viðskiptablað, 31. desember 1998
- ↑ 'Fylkismaður með fjármálalausnir', Morgunblaðið, Viðskiptablað, 28. febrúar, 2002
- ↑ "Á tímamótum", TölvuVísir, Fréttablað um upplýsingatækni, 1999, skoðað 8. desember 2010
- ↑ Hvað við gerum Geymt 4 júní 2013 í Wayback Machine, Vefur Libra ehf. skoðað 8. desember 2010
- ↑ 'Tími vaxtarins er núna', Morgunblaðið, Viðskipti, 19. september, 1998
- ↑ Hvað við gerum Geymt 4 júní 2013 í Wayback Machine, Vefur Libra ehf. skoðað 8. desember 2010
- ↑ 'TölvuMyndir sækja á erlendan markað', Dagblaðið Vísir - DV, Vefur og tölvur, 50. tölublað, 1. mars 1999
- ↑ 'Eykur sóknarmöguleika erlendis', Morgunblaðið, Viðskipti, 47. tölublað, 26. febrúar 1999
- ↑ 'Erum langt frá endimörkum vaxtarins', Morgunblaðið, Viðskiptablað, 31. desember 1998
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Heimasíða Geymt 4 júní 2013 í Wayback Machine