Libra Loan
![]() |
Lagt hefur verið til að þessi grein verði sameinuð við Libra. Hægt er að ræða þessa tillögu á spjallsíðu greinarinnar. |
Libra Loan er íslenskt lánaumsýslukerfi frá hugbúnaðarfyrirtækinu Libra ehf. Yfir 100.000 lán eru meðhöndluð í kerfinu hjá viðskiptavinum Libra, sem eru flest fyrirtæki og stofnanir á íslenskum fjármálamarkað.[1]
Libra Loan er fjölmynta lánaumsýslukerfi með öfluga upplýsingagjöf. Kerfið heldur utan um lántökur og lánveitingar og þriðja aðila umsýslu á skuldabréfum. Libra Loan er frá upphafi hannað fyrir íslenskan markað og ræður við séríslenskar þarfir og úrræði og styður fjölda lánaafbrigði.
Bakgrunnur[breyta | breyta frumkóða]
Árið 2002 hófst hönnun á Libra Loan sem náði fljótt útbreiðslu á markaðinum. Í fréttatilkynningu frá undirritun fyrsta samningsins, sem var á milli Libra ehf. og Kaupþings-Búnaðarbanka, segir meðal annars: „Kerfið leysir af hólmi eldri hugbúnað en töluverðar breytingar hafa orðið á undanförnum árum á sviði lánaumsýslu. Auknar kröfur eru um upplýsingagjöf, sveigjanleika við lántökur og lánveitingar og nú á síðustu misserum hafa einstaklingar, auk minni fyrirtækja, sýnt lántökum í erlendri mynt aukinn áhuga. Stærri fyrirtæki taka í síauknum mæli sambankalán, þ.e. gera stóra lánasamninga við fleiri en einn aðila og ádráttarlán eða lánalínu, þ.e. samningur um heimildir til lánatöku.“[2]
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ 'Hvað við gerum', librasoft.is, heimsótt 7. desember 2010.
- ↑ 'Kaupþing Búnaðarbanki semur við Libra', Morgunblaðið, Viðskiptablað, 2. október 2003.
Tengill[breyta | breyta frumkóða]
- librasoft.is, Vefsíða Libra ehf.