Lee Hughes

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lee Hughes
Upplýsingar
Fullt nafn Lee Hughes
Fæðingardagur 22. maí 1976 (1976-05-22) (47 ára)
Fæðingarstaður    Smethwick, England
Hæð 1,78 m
Leikstaða Sóknarmaður
Núverandi lið
Núverandi lið Oldham Athletic
Númer 9
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
1995–1997 Kidderminster Harriers 108 (51)
1997–2001 West Bromwich Albion 155 (79)
2001–2002 Coventry City 42 (15)
2002–2004 West Bromwich Albion 55 (11)
2007– Oldham Athletic 41 (21)
Landsliðsferill2
1996 C-lið Englands 1 (0)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins og
síðast uppfært 13:57, 13. janúar 2009 (UTC).
2 Landsliðsleikir og mörk uppfærð
16:59, 1. janúar 2009 (UTC).

Lee Hughes (fæddur 22. maí 1976 í Smethwick á Vestur-Englandi) er knattspyrnumaður sem hefur spilað með liðum eins og Kidderminster Harriers, West Bromwich Albions, Coventry City og fleiri liðum. Hann spilaði einnig með háskólaliðum fram til ársins 1992 og þá uppgötvuðu stjórnarformenn Kidderminster hann og ekki var hugsað sig tvisvar um og hann genginn til liðs við þá og skoraði 35 mörk á öllu tímabilinu og var þá seldur til WBA á 200.000 pund og þá var ekki aftur snúið. Tímabilið 1998-1999 skoraði hann 31 mark í Ensku fyrstu deildinni sem er það mesta sem leikmaður hefur skorað í efstu deild á Englandi og fyrstu deild. Sumarið 2001 var hann seldur til Coventry City á 5 milljónir punda því hann gat ekki komið WBA upp í efstu deild og um að gera að reyna hjá nýju félagi, enn Coventry menn komust ekki upp og náði Lee Hughes aldrei að skora mark í efstu deild og því var draumur hans úti. Hann sneri aftur til WBA enn það var of seint því að þeir féllu úr úrvalsdeildinni 2003-2004 og lentu í 19. sæti deildarinnar.

Dómurinn[breyta | breyta frumkóða]

Á tímabilinu 2003-2004 var Hughes flæktur inn í bílslysamál þar sem Mercedes CL500 klessti á Renault Scenic nálægt Meriden. Farþegi í Renaultinum dó og Hughes og vinur hans flúðu af vettvangi áður enn þeir skiluðu sér til lögreglu sama dag. Hughes var ákærður fyrir ölvunarakstur og manndráp og var sleppt út gegn tryggingu til þess að leyfa honum að klára tímabilið með WBA sem kom þeim upp í efstu deild, þar sem Hughes var markahæðsti maður WBA með 13 mörk.

9. ágúst 2004 var Lee Hughes dæmdur sekur fyrir ölvunarakstur og að flýja vettvang.

Lee Hughes var dæmdur í 6 ára fangelsisvist og misssti ökuskírteinið í 10 ár og ofan á það var samning hans við WBA rift.

Í janúar 2005 var áfrýjað enn því var hafnað og segja reglur til um það ef að Lee Hughes verður þægur á meðan fangelsisvistinni stendur þá mun hann sleppa út í ágúst 2007. Enn Hughes situr nú í fangelsinu Featherstone Prison sem er nálægt Wolverhampton og er fylgst með honum á sjálfsvíg vaktinni.

Lee Hughes spilar þó samt fótbolta í fangelsinu og spilar bæði með héraðsliði og fangelsisliðinu og vegnar honum vel og búinn að skora þónokkuð mörg mörk.

WBA hafa lofað honum að árið 2007 þegar hann sleppur mun hann fá að fara á reynslu með félaginu og spila með þeim hugsanlega á því tímabili en Bryan Robson knattspyrnustjóri WBA sagði einnig að þeir þyrftu mann eins og hann í sóknina