Hreyfing um frjálsa menningu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hreyfing um frjálsa menning er samfélagshreyfing sem berst fyrir auknu frelsi til að dreifa og breyta stafrænum verkum annarra sem frjálsu eða opnu efni á Interneti og í öðrum miðum án þess að þurfa að greiða þóknun til þeirra sem bjuggu verkið til og leita sérstaks leyfis. Hreyfingin er andsnúin höfundarréttarákvæðum sem setja of miklar takmarkanir á notkun efnis.

Lawrence Lessig, einn af forsvarsmönnum hreyfingarinnar setti á stofn Creative Commons en það er stofnun sem gefur út höfundaleyfi sem leyfa að verkum sé deilt og þau endurblönduð undir ýmis konar skilyrðum. Creative Commons starfrækir einnig leitarvél sem leitar á Interneti að verkum sem gefin hafa verið út undir Creative Commons höfundaleyfum.

Hreyfing um opna menningu þar sem kjarninnn er frjálst flæði hugmynda tengist á margvíslegan hátt hreyfingu um frjálsan og opinn hugbúnað og öðrum hreyfingum og hugmyndakerfum svo sem hugmyndum um opin aðgengi (OA), endurblöndunarmenningu, aðgangi að þekkingu, Copyleft hreyfingu og hreyfingu um almannaeign.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]