Laugasteinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Laugasteinn í Svarfaðardal er hús sem tilheyrir þéttbýliskjarnanum Laugahlíð vestanmegin Svarfaðardalsár um 5 km frá Dalvík. Það stendur skammt ofan við Sundskála Svarfdæla, á gömlum landamörkum Tjarnar og Tjarnargarðshorns. Húsið heitir eftir stórum steini sem er uppi í hlíðinni þar fyrir ofan. Þar er jarðhiti. Húsið var reist um 1970. Fyrstu eigendur þess voru Ármann Gunnarsson, dýralæknir og Steinunn P. Hafstað. Núverandi eigendur eru Hjörleifur Hjartarson og Íris Ólöf Sigurjónsson og Ingibjörg Hjartardóttir og Ragnar Stefánsson.