Langavatn (Mýrum)
Útlit
Langavatn allstórt stöðuvatn í Langavatnsdal á Mýrum, um 214 m yfir sjávarmáli. Það er um 5 ferkílómetrar að stærð og allt að 36 m niður þar sem það er dýpst. Vatnið hefur orðið til fyrir hraun sem stíflað hefur afrennsli dalsins. Í Langavatn rennur Langadalsá að norðan og Beilá að suðaustanverðu. Silungsveiði er í Langavatni og við útfallið þar sem Langá fellur úr vatninu er stífla til vatnsmiðlunar vegna laxaræktar í ánni og vatnakerfi hennar.
Þjóðtrú
[breyta | breyta frumkóða]Til er einkennileg saga um hjón ein fjölkunnug sem köstuðu lík menskra manna í Langavatn í Langavatnsdal, sem síðar hafi orðið að nykrum. Atburður þessi á að hafa gerst snemma á 15. öld, og er sögn þessi alveg einstök í íslenskri þjóðtrú. [1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, L-R. Örn og Örlygur.
- Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar. Mál og menning. ISBN 9979-3-0657-2.
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.