Fara í innihald

Lakkrís

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lakkrísreimar
Lakkrískonfekt

Lakkrís er sælgæti sem unnið er með því að nota bragðefnið lakkrísrót en það er rót af trénu Glycyrrhiza glabra. Í lakkrís er sykur, bindiefni sem er hveiti eða önnur sterkja og bragðefni sem oft er unnið úr lakkrísrót. Oft eru aðrar jurtir eins og anís notaðar í stað lakkrísrótar til að framkalla sambærilegt bragð. Í saltlakkrís er sett ammoníumklóríð. Lakkrís er oft húðaður með vaxi til þess að fá fram áferð og gljáa.

Lakkrísrót er notuð sem bragðefni í fleira en sælgæti. Hún er notuð í tóbak og lyf og hefur um langan aldur verið notuð sem náttúrulyf við ýmsum kvillum. Óhófleg lakkrísneysla getur valdið hækkun á blóðþrýstingi, bjúg og höfuðverk.

  • „Hvaðan er lakkrís upprunninn?“. Vísindavefurinn.
  • Lakkrís (lyfja.is)
  • Læknablaðið, Samhengi lakkríss og háþrýstings