Lakkrís

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Glycyrrhiza glabra)
Lakkrísreimar
Lakkrískonfekt

Lakkrís er sælgæti sem unnið er með því að nota bragðefnið lakkrísrót en það er rót af trénu Glycyrrhiza glabra. Í lakkrís er sykur, bindiefni sem er hveiti eða önnur sterkja og bragðefni sem oft er unnið úr lakkrísrót. Oft eru aðrar jurtir eins og anís notaðar í stað lakkrísrótar til að framkalla sambærilegt bragð. Í saltlakkrís er sett ammoníumklóríð. Lakkrís er oft húðaður með vaxi til þess að fá fram áferð og gljáa.

Lakkrísrót er notuð sem bragðefni í fleira en sælgæti. Hún er notuð í tóbak og lyf og hefur um langan aldur verið notuð sem náttúrulyf við ýmsum kvillum. Óhófleg lakkrísneysla getur valdið hækkun á blóðþrýstingi, bjúg og höfuðverk.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]