Lake Clark-þjóðgarðurinn og verndarsvæði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort.
Lake Clark og Chigmit-fjöll.
Mount Redoubt gýs árið 2009.

Lake Clark-þjóðgarðurinn og verndarsvæði (enska: Lake Clark National Park and Preserve) er þjóðgarður í suður-Alaska í Bandaríkjunum sem stofnaður var árið 1980. Stærð hans eru rúmir 16.000 ferkílómetrar eða svipað að stærð og Wales. Staðsetning hans er 160 kílómetra suðvestur af Anchorage á byrjun Alaska-skaga.

Í þjóðgarðinum renna saman þrír fjallgarðar (Chigmitfjöll tengja Alaska-fjallgarðinn við Aleutafjöll) og eru þar eldfjöllin Mount Redoubt (3108 m.) og Mount Iliamna (3053 m.). Margs konar vistkerfi eru á svæðinu: fjallatúndra, eldfjallasvæði, stórar ár, vötn og regnskógar. Því eru nánast flest stærri dýr sem finnast í Alaska þar. Lake Clark er stærsta vatnið á svæðinu. Það er 6. stærsta vatn fylkisins og er 260 metra djúpt. Svartgreni og hvítgreni eru helstu barrtré í þjóðgarðinum og eru helst á suðvestursvæði hans.

Engir vegir eru að Lake Clark-þjóðgarðinum og verður fólk að koma með bátum eða flugvélum. Port Alsworth er fyrsti viðkomustaður á svæðinu og er þar þjónusta. Kajak og flúðasiglingar eru vinsælar í ferðaþjónustunni. Fiskveiðar eru leyfðar en veiðar á stærri dýrum eru leyfðar á preserve-hluta svæðisins. Bjarnarskoðun er einnig vinsæl og telst svæðið afar gott til þess.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Lake Clark National Park and Preserve“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 7. des. 2016.