Fara í innihald

London Gatwick-flugvöllur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá LGW)
Suðurflugstöðvarbyggingin í Gatwick.

London Gatwick-flugvöllur eða Gatwick (IATA: LGW, ICAO: EGKK) er annar stærsti flugvöllur í London og annar fjölsóttasti á Bretlandi á eftir Heathrow-flugvelli. Árið 2008 var hann 28. fjölsóttasti flugvöllur í heimi eftir fjölda ferðamanna, og sá 9. fjölsóttasti eftir fjöldi alþjóðlegra ferðamanna. Hann er fjölsóttasti flugvöllur í heimi með eina flugbraut.

Gatwick er 5 km norðan megin við Crawley í Vestur-Sussex, og 45,7 km sunnan megin við London. Flugvöllurinn er í eigu og undir stjórn BAA, sem á og stjórnar sex öðrum breskum flugvöllum. Fjöldi ferðamannanna náði hámarki árið 2007 þegar í fyrsta sinn notuðu yfir 35 milljónir manna flugvöllinn. Samt sem áður dróu úr fjölda ferðamanna um 2,9% árið 2008 þegar 34.205.887 manns og 263.653 flugvélar notuðu flugvöllinn. Haldið var upp á 50 ára afmæli flugvallarins árið 2008, Elísabet 2. Bretadrottning opnaði flugvöllinn þann 9. júní 1958.

Yfirleitt starfa leiguflugfélög ekki frá Gatwick, heldur nota þau hann sem höfuðstöðvar fyrir London og suðaustursvæði Englands. Flugfélögin Aer Lingus, British Airways, EasyJet og Virgin Atlantic hafa höfuðstöðvar í Gatwick. Það eru líka sum leiguflugfélög staðett þar, til dæmis Monarch Airlines, Thomas Cook Airlines og Thomson Airways.


  Þessi Lundúnagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.