Fara í innihald

Lögin úr leikritinu Kardemommubænum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kardemommubærinn
Bakhlið
EXP-IM 71
FlytjandiLeikarar Þjóðleikhússins, hljómsveit undir stjórn Carl Billich
Gefin út1960
StefnaBarnaleikrit með söngvum
ÚtgefandiÍslenzkir tónar

Kardemommubærinn er 45-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1960. Á henni eru 13 lög úr sýningu Þjóðleikhússins á Kardemommubæ Thorbjörn Egner frá 1960. Þýðing var í höndum Helgu og Huldu Valtýsdætra, ljóðaþýðingu gerði Kristján frá Djúpalæk og leikstjóri var Klemens Jónsson. Hljómsveitarsjóri var Carl Billich og sögumaður Róbert Arnfinnsson. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Ljósmyndir á bakhlið: S. Vignir. Pressun: AS Nera í Osló. Prentun: ÞEGG.

  1. Forleikurinn
  2. Vísa Bastíans bæjarfógeta
  3. Kardemommuvísan
  4. Heyrið lagið hljóma
  5. Vísa Sörensens rakara
  6. Vísa Soffíu frænku
  7. Kardemommulagið
  8. Hvar er húfan mín - Hljóðdæmi
  9. Við læðumst hægt
  10. Ja, fussum svei - Hljóðdæmi
  11. Við höldum heim á leið
  12. Brunalagið
  13. Húrrasöngur

Flytjendur á plötu

[breyta | breyta frumkóða]

Uppfærsla Þjóðleikhússins á Kardemommubænum 1960 varð feykivinsæl. Sýningar urðu alls 75 og um 46.000 manns sáu verkið.[1] Ræningjana léku Ævar Kvaran, Baldvin Halldórsson og Bessi Bjarnason. Róbert Arnfinnsson lék bæjarfógetann, Emilía Jónasdóttir lék Soffíu frænku og Kamillu litlu lék Emilía Ólafsdóttir. Aðrir leikarar sem koma fram á plötunni eru Helgi Skúlason, Anna Guðmundsdóttir og Þorgrímur Einarsson. Félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands leika undir stjórn Carl Billich og barnakór og aðrir leikarar syngja með.

  1. Æskan, 1. nóvember 1962, bls. 241.