Kyrrahafshvítrækja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Kyrrahafshvítrækja
Kyrrahafshvítrækja. Brúnleit rækja með ljósari lappir en aðrar heitsjávarrækjutegundir
Kyrrahafshvítrækja. Brúnleit rækja með ljósari lappir en aðrar heitsjávarrækjutegundir
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Undirfylking: Krabbadýr (Crustacea)
Flokkur: Stórkrabbar (Malacostraca)
Ættbálkur: Skjaldkrabbar (Decapoda)
Undirættbálkur: Dendrobranchiata
Ætt: Penaeidae
Ættkvísl: Litopenaeus
Tegund:
L. vannamei

Tvínefni
Litopenaeus vannamei
(Boone, 1931)
Samheiti

Penaeus vannamei Boone, 1931

Kyrrahafshvítrækja (fræðiheiti: Litopenaeus vannamei áður Penaeus vannamei) er hvítfætt rækjutegund sem lifir í Kyrrahafi.

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Kyrrahafshvítrækjan finnst villt við vesturströnd Suður-Ameríku, frá Sonora-fylki í Mexíkó við Kaliforníuflóa niður til Tumbles sem er nyrsta fylki Perú. Almennt lifir rækjan á svæðum þar sem hitastig er meira en 20°C allt árið. Hún hrygnir úti á opnu hafi en lirfurnar fara upp að ströndinni og þegar rækjan er að stækka fer hún jafnvel inn í sjávarlón og inn á fenjaskóga. Svo heldur hún aftur út á haf til að hrygna sex til sjö mánuðum eftir að hún klekst út. Þá er rækjan orðin 30 - 45 grömm og 18 – 23 sentimetrar. Hún lifir bæði í sjó og ísöltu vatni frá 0,15 til 25 ppm seltu. Kjörhitastigið er 25°C – 30°C

Byrjað var að ala rækjuna í Suður-Ameríku árið 1969 eða tókst þá að klekja henni út og ala 10 tonn. Svo jókst eldið jafnt og þétt en 1980, voru alin 8000 tonn. Nú er hún komin í eldi út um allan heim, aðallega í Asíu og Suður-Ameríku. Árið 2010 var hún orðin algengasta rækjutegundin í eldi í heiminum og framleiðslan var um 2,3 milljónir tonna 2007 og 2008.[1]

Veiðar og eldi[breyta | breyta frumkóða]

Veiðin hefur verið nokkuð stöðug síðustu ár um 1200-1600 tonn.[2]. Mikilvægi hennar felst hinsvegar í því að þessi tegund ber höfuð, búk og herðar yfir aðrar rækjutegundir í eldi. Árin 2007 og 2008 voru framleidd um 2,3 milljónir tonna af rækjunni, sem er meira en helmingi meira en af öðrum tegundum í eldi í heiminum. Tegundin er því sú algengasta sem er í eldi í heiminum í dag. (FAO, Global Aquaculture Production 1950-2008)

Eldi[breyta | breyta frumkóða]

Eldisstofn sem valinn hefur verið úr náttúrunni er haldið við í seiðaeldisstöð. Þar er hrygnir rækjan og eggin eru frjóvguð í tank yfir nótt og svo eru þau færð í útungunartank í 12-18 tíma. Þaðan fara lirfurnar í grunna bakka þar sem lirfurnar eru aldar á smæstu gerð af þörungum (microalgae) og artemíu í mánuð. Þaðan eru þær fluttar í tjarnir 0,7 – 1,2 metra djúpar og settar daglega á þurrfóður sem sekkur á botninn, rækjurnar nærast á fóðrinu af botninum í tjörnunum og fjóra til sex mánuði. Þá er lífmassinn í tjörninni orðinn frá 500 kg á ha/Tjarnar þar sem menn velja að hafa rúmt um rækjuna í (extensive) eldi, með lægri fóðurstuðul 1,2 á móti 1 kg af rækju og 2 uppskerur á ári og enga loftun eða dælingu. Allt upp í 50-60 tonn á hektara í (super intensive) eldi. Þar er fóðurstuðullinn frá 1,6 upp í 2,6 á móti 1 kg af rækju. Það þarf dælingu á vatni og mikla loftun, um 63% var alin í íssöltu vatni, 11% í vatni og 26% í sjó árið 2008.

Tjarnirnar eru tæmdar og rækjurnar eru síaðar í net þegar vatnið rennur úr tjörnunum. Rækjurnar eru settar í kör og ísaðar og annað hvort settar á markað eða í verksmiðjur sem heilfrysta rækjuna eða pakka henni í neytendapakkningar. Tjarnirnar eru svo hreinsaðar og þurrkaðar áður en nýr eldisstofn er settur í tjarnirnar. Til að hindra að rányrkja sé stunduð af öðrum dýrum og til að stemma stigu við utanaðkomandi sjúkdómum verður að girða tjarnirnar af og á sumum stöðum setja net yfir tjarnir til að halda fuglum frá.

Framleiðslukostnaður er frá 2,5 til 3 dollarar á kíló, en það fer allt eftir hvaða leið er valin. Eldiskostnaðurinn er lægstur þar sem tjarnirnar eru með minnstum þéttleika en verður meiri þegar það er meiri þéttleiki í tjörnunum og þörf á loftun verður meiri.[3]

Fóður[breyta | breyta frumkóða]

Lítil próteinþörf Kyrrahafshvítrækjunnar er ein helsta ástæðan fyrir því að hún sé svona útbreidd í eldi. Fóðurkostnaður er minni fyrir hana vegna þess að prótein í fóðri er einungis 18-35% á móti 36-42% fyrir aðrar rækjutegundir til dæmis P. Monodon sem er næst algengasta tegundin í eldi. Fóðrið samanstendur af fiskimjöli, soyabaunamjöli,hveiti, lýsi, maísdufti, samsettum vítamínum. Samsettum næringarefnum. Bjórger, rækjuskelja lecitíni, fosfórsalti, kalki og choline klóríði. Fóðurverðið er frá $0,6 – 1,1 á kg, lægst í Suður-Ameríku og hæst í Asíu. Fóðurstuðlar frá 1,2 – 1,8 eru algengastir til að framleiða eitt kg af rækju.

Markaðir[breyta | breyta frumkóða]

Rækjur eru ein vinsælasta sjávarafurðin á markaði í heiminum. Rækjur þykja góður matur á hvers manns disk og eru þær borðaðar hráar og eldaðar af öllum kynstofnum og trúarhópum.

Stærstu markaðir fyrir rækju eru í Bandaríkjunum, Japan og á meginlandi Evrópu. Í Bandaríkjunum er ársneysla í kringum 1,9 kg á mann. Bandaríkjamenn flytja inn um hálfa milljón tonna árlega, um það bil 80% eldisrækju. Af heildarinnflutningnum eru 30% flutt inn pillað.

Síðustu ár hefur flætt inn á markaðinn ódýr rækja frá Kína, þess er ekki getið hvað verðið á þeirri rækju. Hins vegar eru gögn um verð á rækjunni í Ástralíu á 5,5 - 6,5 aud/ cif (1000 - 1170 kr íslenskar) á hafnarbakkanum í Ástralíu. Hún fæst á 9 - 14 aud (1650 – 2500 kr.) úti í búð. (R.Gillet, 2008)

Er þetta væn eldistegund á íslandi?[breyta | breyta frumkóða]

Það sem þarf til er í megin atriðum : 25°C – 30°C ísalt vatn eða sjór sem blandaður hefur verið með hitaveituvatni. Tjarnir 1 – 1,2 metra djúpar.

Samkvæmt upplýsingum frá fóðurverksmiðjunni Laxá væri fóðurverðið um 140 kr á kg. Dýrt er á íslandi að lækka próteinhlutfallið niður fyrir 40 % í fóðrinu. Þá þarf að kaupa hveiti frá útlöndum sem uppfyllingarefni í fóðrið.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. FAO, 2011
  2. FAO
  3. FAO, 2011

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist