Fara í innihald

Kyrrahafshvítrækja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kyrrahafshvítrækja
Kyrrahafshvítrækja. Brúnleit rækja með ljósari lappir en aðrar heitsjávarrækjutegundir
Kyrrahafshvítrækja. Brúnleit rækja með ljósari lappir en aðrar heitsjávarrækjutegundir
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Undirfylking: Krabbadýr (Crustacea)
Flokkur: Stórkrabbar (Malacostraca)
Ættbálkur: Skjaldkrabbar (Decapoda)
Undirættbálkur: Dendrobranchiata
Ætt: Penaeidae
Ættkvísl: Litopenaeus
Tegund:
L. vannamei

Tvínefni
Litopenaeus vannamei
(Boone, 1931)
Samheiti

Penaeus vannamei Boone, 1931

Kyrrahafshvítrækja (fræðiheiti: Litopenaeus vannamei áður Penaeus vannamei) er hvítfætt rækjutegund sem lifir í Kyrrahafi.

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Kyrrahafshvítrækjan finnst villt við vesturströnd Suður-Ameríku, frá Sonora-fylki í Mexíkó við Kaliforníuflóa niður til Tumbles sem er nyrsta fylki Perú. Almennt lifir rækjan á svæðum þar sem hitastig er meira en 20°C allt árið. Hún hrygnir úti á opnu hafi en lirfurnar fara upp að ströndinni og þegar rækjan er að stækka fer hún jafnvel inn í sjávarlón og inn á fenjaskóga. Svo heldur hún aftur út á haf til að hrygna sex til sjö mánuðum eftir að hún klekst út. Þá er rækjan orðin 30 - 45 grömm og 18 – 23 sentimetrar. Hún lifir bæði í sjó og ísöltu vatni frá 0,15 til 25 ppm seltu. Kjörhitastigið er 25°C – 30°C

Byrjað var að ala rækjuna í Suður-Ameríku árið 1969 eða tókst þá að klekja henni út og ala 10 tonn. Svo jókst eldið jafnt og þétt en 1980, voru alin 8000 tonn. Nú er hún komin í eldi út um allan heim, aðallega í Asíu og Suður-Ameríku. Árið 2010 var hún orðin algengasta rækjutegundin í eldi í heiminum og framleiðslan var um 2,3 milljónir tonna 2007 og 2008.[1]

Veiðar og eldi[breyta | breyta frumkóða]

Veiðin hefur verið nokkuð stöðug síðustu ár um 1200-1600 tonn.[2]. Mikilvægi hennar felst hinsvegar í því að þessi tegund ber höfuð, búk og herðar yfir aðrar rækjutegundir í eldi. Árin 2007 og 2008 voru framleidd um 2,3 milljónir tonna af rækjunni, sem er meira en helmingi meira en af öðrum tegundum í eldi í heiminum. Tegundin er því sú algengasta sem er í eldi í heiminum í dag. (FAO, Global Aquaculture Production 1950-2008)

Eldi[breyta | breyta frumkóða]

Eldisstofn sem valinn hefur verið úr náttúrunni er haldið við í seiðaeldisstöð. Þar er hrygnir rækjan og eggin eru frjóvguð í tank yfir nótt og svo eru þau færð í útungunartank í 12-18 tíma. Þaðan fara lirfurnar í grunna bakka þar sem lirfurnar eru aldar á smæstu gerð af þörungum (microalgae) og artemíu í mánuð. Þaðan eru þær fluttar í tjarnir 0,7 – 1,2 metra djúpar og settar daglega á þurrfóður sem sekkur á botninn, rækjurnar nærast á fóðrinu af botninum í tjörnunum og fjóra til sex mánuði. Þá er lífmassinn í tjörninni orðinn frá 500 kg á ha/Tjarnar þar sem menn velja að hafa rúmt um rækjuna í (extensive) eldi, með lægri fóðurstuðul 1,2 á móti 1 kg af rækju og 2 uppskerur á ári og enga loftun eða dælingu. Allt upp í 50-60 tonn á hektara í (super intensive) eldi. Þar er fóðurstuðullinn frá 1,6 upp í 2,6 á móti 1 kg af rækju. Það þarf dælingu á vatni og mikla loftun, um 63% var alin í íssöltu vatni, 11% í vatni og 26% í sjó árið 2008.

Tjarnirnar eru tæmdar og rækjurnar eru síaðar í net þegar vatnið rennur úr tjörnunum. Rækjurnar eru settar í kör og ísaðar og annað hvort settar á markað eða í verksmiðjur sem heilfrysta rækjuna eða pakka henni í neytendapakkningar. Tjarnirnar eru svo hreinsaðar og þurrkaðar áður en nýr eldisstofn er settur í tjarnirnar. Til að hindra að rányrkja sé stunduð af öðrum dýrum og til að stemma stigu við utanaðkomandi sjúkdómum verður að girða tjarnirnar af og á sumum stöðum setja net yfir tjarnir til að halda fuglum frá.

Framleiðslukostnaður er frá 2,5 til 3 dollarar á kíló, en það fer allt eftir hvaða leið er valin. Eldiskostnaðurinn er lægstur þar sem tjarnirnar eru með minnstum þéttleika en verður meiri þegar það er meiri þéttleiki í tjörnunum og þörf á loftun verður meiri.[3]

Fóður[breyta | breyta frumkóða]

Lítil próteinþörf Kyrrahafshvítrækjunnar er ein helsta ástæðan fyrir því að hún sé svona útbreidd í eldi. Fóðurkostnaður er minni fyrir hana vegna þess að prótein í fóðri er einungis 18-35% á móti 36-42% fyrir aðrar rækjutegundir til dæmis P. Monodon sem er næst algengasta tegundin í eldi. Fóðrið samanstendur af fiskimjöli, soyabaunamjöli,hveiti, lýsi, maísdufti, samsettum vítamínum. Samsettum næringarefnum. Bjórger, rækjuskelja lecitíni, fosfórsalti, kalki og choline klóríði. Fóðurverðið er frá $0,6 – 1,1 á kg, lægst í Suður-Ameríku og hæst í Asíu. Fóðurstuðlar frá 1,2 – 1,8 eru algengastir til að framleiða eitt kg af rækju.

Markaðir[breyta | breyta frumkóða]

Rækjur eru ein vinsælasta sjávarafurðin á markaði í heiminum. Rækjur þykja góður matur á hvers manns disk og eru þær borðaðar hráar og eldaðar af öllum kynstofnum og trúarhópum.

Stærstu markaðir fyrir rækju eru í Bandaríkjunum, Japan og á meginlandi Evrópu. Í Bandaríkjunum er ársneysla í kringum 1,9 kg á mann. Bandaríkjamenn flytja inn um hálfa milljón tonna árlega, um það bil 80% eldisrækju. Af heildarinnflutningnum eru 30% flutt inn pillað.

Síðustu ár hefur flætt inn á markaðinn ódýr rækja frá Kína, þess er ekki getið hvað verðið á þeirri rækju. Hins vegar eru gögn um verð á rækjunni í Ástralíu á 5,5 - 6,5 aud/ cif (1000 - 1170 kr íslenskar) á hafnarbakkanum í Ástralíu. Hún fæst á 9 - 14 aud (1650 – 2500 kr.) úti í búð. (R.Gillet, 2008)

Er þetta væn eldistegund á íslandi?[breyta | breyta frumkóða]

Það sem þarf til er í megin atriðum : 25°C – 30°C ísalt vatn eða sjór sem blandaður hefur verið með hitaveituvatni. Tjarnir 1 – 1,2 metra djúpar.

Samkvæmt upplýsingum frá fóðurverksmiðjunni Laxá væri fóðurverðið um 140 kr á kg. Dýrt er á íslandi að lækka próteinhlutfallið niður fyrir 40 % í fóðrinu. Þá þarf að kaupa hveiti frá útlöndum sem uppfyllingarefni í fóðrið.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. FAO, 2011
  2. FAO
  3. FAO, 2011

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]