Fara í innihald

Eldhringurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Kyrrahafseldhringurinn)
Kort sem sýnir Eldhringinn

Eldhringurinn eða Kyrrahafseldhringurinn er svæði sem nær umhverfis Kyrrahaf þar sem eldgos og jarðskjálftar eru algeng. Eldhringurinn er í raun hálfhringur, 40.000 km langur, þar sem 90% af öllum jarðskjálftum heims og 81% af stærstu jarðskjálftum heims eiga sér stað. Þar eru líka staðsett 452 eldfjöll sem eru meira en 75% af öllum eldfjöllum heims. Eldhringurinn nær frá Nýja Sjálandi, eftir Indónesíu endilangri, að Filippseyjum, eftir endilöngu Japan, Kúrileyjum og Aleuteyjum, niður vesturströnd Kanada og Bandaríkjanna, eftir Mið-Ameríku og Suður-Ameríku eftir Andesfjöllum. Meðal þekktustu eldfjalla á hringnum eru Krakatá, Pínatúbó og Mount St. Helens.

Nýlegar mannskæðar hamfarir á Eldhringnum eru meðal annars jarðskjálftinn í Tōhoku 2011, jarðskjálftinn í Chile 2010 og jarðskjálftinn í Indlandshafi 2004.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.