Kynfæri
Útlit
Kynfæri eru þau líffæri dýrs sem tengjast kynæxlun. Kynfæri eru hluti af æxlunarkerfinu. Aðalkynfæri karla eru eistun en aðalkynfæri kvenna eru eggjastokkarnir. Utanáliggjandi kynfæri karla eru getnaðarlimurinn og pungurinn, en hjá konum liggja kvensköpin og leggöngin út á við.
Í spendýrum með legköku eru kvendýr með tvö kynfæraop: leggöngin og þvagrásina, en karldýr eru eingöngu með þvagrás. Í kynfærum beggja kynja er mikið magn taugaenda, sem gerir það að verkum að kynfærin eru mjög tilfinninganæm. Þægilegt þykir að koma við þau.
Í flestum löndum, einkum íhaldssömum löndum, telst ósæmilegt að bera kynfærin á almannafæri.
Kynfæri eftir kynjum
[breyta | breyta frumkóða]Meðal kynfæra spendýra eru:
Karldýr | Kvendýr |
---|---|
|
|