Kvikmyndaskoðun
Útlit
(Endurbeint frá Kvikmyndaeftirlit ríkisins)
Kvikmyndaskoðun, áður Kvikmyndaeftirlit ríkisins, er sex manna nefnd skipuð af menntamálaráðherra samkvæmt tillögum ráðherra félagsmála og dómsmála auk fulltrúa Félags kvikmyndagerðarmanna. Kvikmyndaskoðun er ætlað að framfylgja banni við framleiðslu eða innflutningi ofbeldiskvikmynda og sjá um úthlutun skoðunarvottorða sem eru forsenda þess að leyfi fáist til að sýna kvikmynd. Sjónvarpsstöðvarnar sjá þó sjálfar um skoðun þess efnis sem þær senda út í samráði við Kvikmyndaskoðun.
Flokkanir
[breyta | breyta frumkóða]- L: Þessi kvikmynd er leyfð til sýninga fyrir alla aldurshópa.
- LH: Þessi kvikmynd er ekki við hæfi mjög ungra barna. (Aðeins notað fyrir vídeó)
- 12: Þessi kvikmynd er bönnuð börnum yngri en 12 ára.
- 16: Þessi kvikmynd er bönnuð börnum yngri en 16 ára.
- AB: Alfarið bönnuð. (þessi einkunn var notaður frá 1932-1997 en 1998 var AB skipt út fyrir 18)
Lög um kvikmyndaeftirlit ríkisins voru fyrst sett á Íslandi árið 1932.