Kristmannsmálið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Kristmannsmálið er rannsókn á dánarorsök Kristmanns Jónssonar gullsmíðasveins úr Reykjavík en hann fannst látinn 7. ágúst 1881 skammt hjá Kolviðarhól sem er á svipuðum slóðum og Hellisheiðarvirkjun er núna. Kristmann, Guðmundur Jónsson, Sigurþór Ólafsson og Metta Egilsdóttir höfðu verið í hóp í skemmtireið upp á Kolviðarhól og ætlað upp í Marardal.[1]

Ólafur Árnason bókbindari sem þá var gestgjafi á Kolviðarhól var á leið þar um og sá tvo hesta söðlaða rétt fyrir ofan Kolviðarhól og mætti manni og konu sem komu ríðandi úr sömu átt og spurði þau um hestana en þau sögðust ekki þekkja til þeirra og hefðu ekki tíma til að leita þá uppi sem hestana ættu. Ólafur hóf leit og fann tvo menn og var annar þeirra, Guðmundur sofandi og hinn, Kristmann látinn. Var andlit Kristmanns á grúfu í polli við veginn og hattur, svipa og fleiri munir á víð og dreif.

Grunur vaknaði um að Guðmundur hefði banað Kristmanni í ölæði og var hafin rannsókn á því og Sigurþóri og Mettu stefnt sem vitnum. Lík Kristmanns var krufið af Jónasi Jónassen héraðslækni og taldi hann dánarorsökina vera heilablæðingu sem hefði líklega orðið við fall eða annan áverka á höfuð. Rannsókn málsins þótt ekki vönduð og fór svo að amtmaður skipaði Jón landsritara setudómara í málinu. Jón rannsakaði málið 4. febrúar 1882 til 15. mars sama ár. Var fyrsta verk hans að úrskurða Guðmund, Sigurþór og Mettu öll í varðhald. Málshöfðun á móti þeim fyrir manndráp og falsvitni rann hins vegar út í sandinn og var málið látið niður falla.[2]

Metta Egilsdóttir höfðaði mál gegn Jóni landsritara og vann það og var varðhaldsúrskurður yfir henni dæmdur ómerkur.[3]

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Fréttir frá Íslandi - 1. tölublað (1.01.1881)
  2. Kristmannsmálið, Tíminn - Helgin 01. júní 1991
  3. Landsyfirréttardómar og hæstaréttardómar í íslenzkum málum - Annað (01.01.1886)