Kolviðarhóll

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Kolviðarhóll er botnurðarhóll, og annar slíkur er á Krossfjöllum, og liggur norðan við þjóðveginn vestan í Hellisheiði. Þar var á 19. og 20. öld frægur áningastaður ferðmanna sem áttu leið yfir heiðina. Þar var síðar reist veglegt steinsteypuhús til að taka á móti ferðamönnum en sem síðar varð skíðaheimili I.R.-inga árið 1938. Starfsemin leið undir lok árið 1952. Síðan urðu húsin á Hólnum spellvirkjum og óheiðarlegum vegfarendum að bráð. Húsin á Kolviðarhóli voru rifin og jöfnuð við jörðu árið 1977. En má sjá votta fyrir tóttum hússins.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.