Draugaslóð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Draugaslóð er íslensk barna og unglingabók eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttir frá árinu 2007. Bókaútgáfan Mál og Menning gaf bókina út á Íslandi.

Bókin fjallar um ungan strák, Eyvind, sem að býr með ömmu sinni ásamt tveimur köttum í gömlum bústað við Elliðavatn þar sem að lífið gengur vanalega sinn vanagang en nú liggur eitthvað í loftinu. Sami magnaði draumurinn sækir Eyvind aftur og aftur og örlogin leiða hann upp á öræfi þar sem hann fetar dularfulla draugaslóð á vettvangi Fjalla Eyvindar, Reynistaðarbræðra og margra aðra.

Bókin var tilnefnd til margra verðlauna, þar á meðal til Norrænu og barna og unglingaverðlaun Vestnorræna ráðsins. Árið 2009 seldi Kristín Helga Gunnarsdóttir kvikmyndaréttinn á bókinni til kvikmyndaversins Zik Zak.

Söguþráður Eyvindur Þóruson og amma hans búa ásamt tveimur köttum í gömlum bústað við Elliðavatn. Þar hefur lífið gengið sinn vanagang þau þrettán ár sem Eyvindur hefur lifað en nú liggur eitthvað í loftinu. Sami magnaði draumurinn sækir aftur og aftur að Eyvindi, þar æða trylltir hestar um í þoku, jörðin opnast, hverir gjósa og kofar brotna í spón. Örlögin leiða Eyvind upp á öræfi þar sem hann fetar dularfull draugaslóð á vettvangi Fjalla-Eyvindar, Reynistaðarbræðra og síðast en ekki síst nýliðinna atburða sem hann sogast inn í án þess að fá nokkru um það ráðið.