Kortavörpun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gamalt kort þar sem notast er við aðra kortavörpun Ptólemaíosar

Kortavörpun á við aðferð til að varpa mynd jarðarinnar eða annars himintungls yfir á flatt yfirborð. Til eru ýmsar kortavarpanir til ólíkra nota en helsta tegund kortavarpana er sívöl vörpun. Með sívalri vörpun er ætlast til að teikna ferhyrnt kort. Yfirborði hlutarins sem verið er að kortleggja er varpað yfir á sívalning sem er þá flett út. Dæmi um svona vörpun er Mercator-vörpun.

Með öllum kortavörpunum fylgir einhvers konar skekkja, og það er spurning um að velja hvort maður vill helst varðveita nákvæmni flatarmáls, staðsetningar eða lögunar hluta. Í flestum tilfellum er hægt að teikna kort sem uppfyllir tvær af þessum kröfum nákvæmlega, en ekki allar þrjár. Það er líka spurning um hvort maður vilji ná málamiðlun milli allra þessara krafa en þá er reynt að fá sem fæstar villur í öllum þremur.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.