Konungsríkið England
Konungsríkið England var ríki í Norðvestur-Evrópu frá 927 til 1707. Konungsríkið England náði yfir tvo þriðjunga af suðurhluta Stóra-Bretlands og sumar af litlum eyjunum við Stóra-Bretland. Í dag er þetta lögfræðilegt svæði England og Wales. Uppruni Englands sem sameinaðs ríkis byrjaði á 9. eða 10. öld. Wales kom undir stjórn Englands með hernáminu Bretlands og Wales kom undir lög Englands árið 1535. Árið 1707 varð England hluti konungsríkisins Stóra-Bretlands með Sambandslögunum 1707 sem sameinuðu Skotland, Wales og England.
Aðsetur konungsfjölskyldunnar var í Winchester í Hampshire en Westminster og Gloucester höfðu næstum jafna stöðu — sérstaklega Westminster. Westminsterborg hafði orðið raunveruleg höfuðborg Englands í byrjun 12. aldarinnar. London var höfuðborg konungsríkisins fram að sameiningu við Skotland árið 1707. Í dag er London enn þá talin að vera höfuðborg Englands.