Fara í innihald

Kolefnisjöfnun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kolefnisjöfnun er það ferli að jafna út losun koltvísýrings (CO2) eða annarra gróðurhúsalofttegunda með því að draga úr losun þessara lofttegunda annars staðar í aðfangakeðjunni. Kolefnisjöfnun er mæld í tonnum CO2. Fyrirtæki eða önnur stofnun með mengandi starfsemi getur „selt“ kolefnið sem það notar til kolefnisjöfnunarfyrirtækis sem styrkir eða tekur þátt í aðgerðum til að draga úr losun CO2.

Meðal aðferða til að draga úr losun CO2 eru að fjárfesta í endurnýjanlegum orkugjöfum, að safna og brenna metangas, aukinn orkusparnaður, endurheimt votlendis og skógrækt.

Á Íslandi hafa nokkrar opinberar stofnanir og fyrirtæki kolefnisjafnað starfsemi sína. Sem dæmi má nefna umhverfisráðuneytið sem árið 2018 kolefnisjafnaði starfsemi sína til tveggja ára með því að gróðursetja birkitré.[1]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.