Lífkol

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lífkol

Lífkol eru viðarkol sem eru framleidd með það að markmiði að blanda þeim í jarðveg til að bæta hann. Á meðan kol eyðast í jarðvegi á hundruðum eða þúsundum ára skilar ferskur lífmassi sem grafinn er í jörðu sínu kolefni út í andrúmsloftið á 10-20 árum. Plöntuvöxtur eykst einnig ef lífkolum er bætt í jarðveg og þá sérstaklega ef jarðvegur er ófrjór og súr.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]