Fara í innihald

Kox

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Koks)
Koxmolar

Kox (koks[1] eða sindurkol) er kolefniseldsneyti unnið úr kolum (oftast linkolum) með lágt ösku- og brennisteinsinnihald.

Vinnsla[breyta | breyta frumkóða]

Koxofn í suður-Wales í Wales á Bretlandi

Í dag er kox unnið úr linkolum (áður fyrr var einnig notast við steinkol) með því að hita þau upp í 1.000 ⁰C í lofttæmdum ofni, en við það gufa rokgjörn efni eins og vatn, kolagas og kolatjara upp úr þeim. Nota má kolagasið sem eldsneyti (áður fyrr notað sem ljósagas).

Orðsifjar[breyta | breyta frumkóða]

Orðið kox (hk. no.) er líklegast komið af þýska orðinu „koks“, en orðið er notað sem sagnorð í öðrum tungumálum um það að vinna kox. Sagnmynd orðsins er stundum notað í daglegu tali um einhverskonar mistök („ég koxaði á viðtalinu“) eða uppgjöf vélar („sláttarvélin koxaði þegar ég lenti á steini“). Sindur er orð yfir smiðjuúrgang, en kox var lítið annað en úrgangsefni þar til það var byrjað að nýta það sem eldsneyti á 17. öld.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Orðabók Háskólans“. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. mars 2016. Sótt 20. maí 2008.