Lofttæmi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Lofttæmi, lofttómt rúm, tóm eða vakúm er hugtak í eðlisfræði, sem á við rými sem ekki inniheldur neitt efni né rafsegulgeislun og hefði loftþrýsting 0 Pa. Útgeimurinn, milli stjarnanna, kemst næst því að vera lofttæmi, þó að þar megi finna stöku frumeindir, bakgrunnsgeislun og ljós frá geimfyrirbærum, en þrýstingur er um 1 fPa (femtópaskal). Mesta lofttæmi sem næst á jörðu er um 10 pPa eða 10.000 faldur þrýstingurinn í útgeimnum.