Koine gríska

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Papýrus 46 er elsta handritið með texta úr Nýja testamentinu. Hann er líklega ritaður einhvern tíma milli 175 og 225.

Koine gríska (gríska: Ελληνιστική Κοινή Ellenistike koine), stundum kölluð helleníska eða biblíugríska, var stöðluð útgáfa forngrísku sem töluð var á helleníska tímanum, í Rómaveldi og á fyrstu öldum Austrómverska ríkisins í síðfornöld. Þessi mállýska þróaðist eftir landvinninga Alexanders mikla á 4. öld f.Kr. og varð viðskiptamál alls staðar á Miðjarðarhafssvæðinu næstu aldirnar. Koine gríska var að mestu byggð á attísku og jónísku með nokkrum einföldunum. Mállýskan þróaðist út í miðaldagrísku í Austrómverska ríkinu, sem síðar varð nútímagríska.

Koine gríska var bókmenntamál í Rómaveldi. Plútarkos og Pólýbíos skrifuðu sín verk á koine grísku. Nýja testamentið og Sjötíumannaþýðingin á hebresku biblíunni frá 3. öld eru ritaðar á koine grísku. Sama gildir um flest guðfræðirit kirkjufeðranna. Markús Árelíus skrifaði hugleiðingar sínar á þessu máli. Koine gríska er enn notuð sem kirkjumál í grísku rétttrúnaðarkirkjunni.

Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.