Kjördæmin keppa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Kjördæmin keppa var spurningaþáttur á RÚV vorið 1976 þar sem þriggja manna keppnislið frá kjördæmunum átta öttu kappi með útsláttarfyrirkomulagi. Spyrill var Jón Ásgeirsson íþróttafréttamaður og dómari Ingibjörg Guðmundsdóttir. Höfundur spurninga var Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur. Keppninni lauk með sigri Norðurlandskjördæmis eystra.[1]

Viðureignir[breyta | breyta frumkóða]

1.umferð:

Undanúrslit:

Úrslit:

Keppendur[breyta | breyta frumkóða]

 • Suðurlandskjördæmi
 • Jón Einarsson (Skógaskóla), Einar Eiríksson (Vestmannaeyjum) og Jóhannes Sigmundsson (Syðra-Langholti Hrunamannahreppi)
 • Reykjaneskjördæmi
 • Pétur Gautur Kristjánsson (Keflavík), Sigurveig Guðmundsdóttir (Hafnarfirði) og Sigurður Ragnarsson (Kópavogi)
 • Reykjavíkurkjördæmi
 • Bergsteinn Jónsson, Sigurður Líndal og Vilhjálmur Lúðvíksson
 • Vesturlandskjördæmi
 • Sr. Hjalti Guðmundsson (Stykkishólmi), Jón Þ. Björnsson (Borgarnesi) og Sr. Jón Einarsson (Saurbæ á Hvalfjarðarströnd)
 • Vestfjarðakjördæmi
 • Sr. Þórarinn Þór (Patreksfirði), Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli og Kristín Aðalsteinsdóttir (Skjaldfönn, Nauteyrarhreppi)
 • Austurlandskjördæmi
 • Eiríkur Eiríksson (Dagverðargerði, Hróarstungu), Kristján Ingólfsson (Reyðarfirði) og Sigurbjörn Kjartansson (Höfn í Hornafirði)
 • Norðurlandskjördæmi eystra
 • Gísli Jónsson (Akureyri), Guðmundur Gunnarsson (Akureyri) og Indriði Ketilsson (Fjalli í Aðaldal)
 • Norðurlandskjördæmi vestra
 • Hlöðver Sigurðsson (Siglufirði), Lárus Ægir Guðmundsson (Skagaströnd) og Sr. Ágúst Sigurðsson (Mælifelli, Skagafirði)

Deilur vegna keppnishalds[breyta | breyta frumkóða]

Viðureignirnar sjö voru teknar upp á tveimur dögum. Eftir að sýningar þáttanna hófust kom fram ýmis konar gagnrýni á framkvæmd keppninnar. Var því haldið fram að sumar spurningar hefðu verið rangar eða að úrskurðir dómara hefðu orkað tvímælis. Kærðu fulltrúar liðs Norðurlandskjördæmis vestra viðureign sína í fyrstu umferð til Útvarpsráðs, sem úrskurðaði að úrslitin skyldu standa óbreytt.[2]

Spurning í keppni Suðurlandskjördæmis og Reykjaneskjördæmis, sem réð úrslitum í viðureigninni, varð sömuleiðis umdeild. Þar var spurt um elstu virkjun á Vestfjörðum og urðu blaðaskrif vegna málsins.[3] [4]

Einungis tveir keppendur af 24 voru konur. Spyrill keppninnar kallaði aðra þeirra „skrautfjöður“ liðs síns og var skammaður fyrir í blöðum.[5]

Tilvísanir og heimildir[breyta | breyta frumkóða]

 1. „Dagur 12. maí 1976“.
 2. „Tíminn 28. apríl 1976“.
 3. „Dagblaðið 31. mars 1976“.
 4. „Dagblaðið 2. apríl 1976“.
 5. „Dagblaðið 28. apríl 1976“.
 • Upplýsingar um viðureignir og keppnislið birtust í dagskrárauglýsingum dagblaðanna á tímabilinu 27. mars til 8. maí.