King-Crane-sendinefndin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
King-Crane-sendinefndin árið 1919.

King-Crane sendinefnidn (King-Crane Commission) var opinber rannsóknarnefnd á vegum Bandaríkjastjórnar sem skoðaði hvernig ráðstafa ætti svæðum innan fyrrum Tyrkjaveldisins sem ekki væru tyrknesk. Skýrslan átti að upplýsa stjórnvöld í Bandaríkjunum um hagi fólksins sem þar byggi og hverjar óskir þeirra væru fyrir framtíð sína í ljósi þess að Tyrkjaveldi hafði liðast í sundur. Sendinefndin heimsótti landsvæði sem í dag tilheyra Palestínu, Sýrlandi, Líbanon og Tyrklandi (Anatólía) þar sem hún kannaði skoðanir fólks og lagði mat á þær leiðir sem mögulegar væru fyrir framtíðaruppbyggingu svæðisins. Nefndin var skipuð af Woodrow Wilson og samanstóð af Henry Churchill King og Charles R. Crane. Nefndin hóf störf í júní 1919 og lagði fram skýrslu sína þann 28. ágúst sama ár en skýrslan var ekki birt fyrr en 1922.

Árangur[breyta | breyta frumkóða]

Skýrslan skilaði takmörkuðum árangri. Á friðarráðsstefnunni í París 1919 voru örlög svæðisins að mestu ráðin og þar sem skýrslan kom ekki út fyrr en 1922 hafði hún lítl sem engin áhrif á það ferli. Sendinefndin var skipuð einhliða af Bandaríkjunum þar sem önnur ríki studdu ekki framtakið nema að takmörkuðum hluta. Einnig höfðu Frakkar og Bretar samið sín á milli um skiptingu svæðisins (Sykes-Picot samkomulagið).

Niðurstöður[breyta | breyta frumkóða]

Helstu niðurstöður nefndarinnar voru þær að ríkin á svæðinu sem skoðað var væru ekki tilbúin til þess að takast á við sjálfstæði en á sama tíma myndi nýlendustjórn ekki henta ríkjunum vel. Lagt var til að Bandaríkin myndu hernema svæðin og leiðbeina og undirbúa ríkin á svæðinu fyrir sjálfstæði.

Aðrar niðurstöður voru meðal annars að nefndin lagðist gegn stofnun ríkis gyðinga í Palestínu og töldu nefndarmenn að ómögulegt væri að stofna og viðhalda slíku ríki nema með hervaldi. Nauðsynlegt væri að skoða málefni Palestínu og Jerúsalem (þar sem helgustu staði Kristindóms, Íslam og Gyðingdóms er að finna), sérstaklega þar sem taka þyrfti tillit til allra trúarbragaða, engin ein trúarbrögð mættu ákvarða einhliða örlög helgustu staða þriggja stærstu trúarbragða heimsins.

Skrif skýrslunnar höfðu á endanum afar lítil áhrif að örlög ríkja á svæðinu. Gömlu heimsveldin Bretland og Frakkland sömdu sín á milli án þess að taka hagsmuni eða óskir fólksins sem bjó á svæðinu með í reikninginn.