Fara í innihald

Sykes–Picot-samkomulagið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Sykes-Picot samkomulagið)
Kort af áætlaðri skiptingu miðaustusins samkvæmt Sykes-Picot-samkomulaginu árið 1916

Sykes-Picot-samkomulagið var leynilegt samkomulag sem gert var á milli ríkisstjórns Bretlands og þriðja franska lýðveldisins í fyrri heimsstyrjöld. Samkomulagið var samið af samningamönnunum Mark Sykes frá Bretlandi og François Georges-Picot frá Frakklandi og er kennt við þá.

Samkomulagið snerist um fyrirhugaða skiptingu á landsvæði Tyrkjaveldis, sem var andstæðingur samningsríkjanna í styrjöldinni, milli Bretlands, Frakklands og Rússlands eftir að sigur yrði unninn. Frakkar fengu meðal annars suðausturhluta Tyrklands, norðurhluta Írak, Líbanon og sýrlensku strandlengjuna. Bretar fengu meðal annars svæðin milli Miðjarðarhafsins og Jórdanfljótsins; Jórdaníu, suðurhluta Íraks og litlu svæðin sem innihalda Haifa og Acre til þess að geta haft aðgang að Miðjarðarhafinu. Rússar áttu að fá Armeníu. Einnig áttu að vera tvö verndarsvæði fyrir Frakka og Breta.

Mark Sykes
François Georges-Picot

Mikil togstreita var í fyrri heimstyrjöldinni milli Frakka og Breta um tilkall til lands Ottómanveldisins eftir stríð. Frakkar höfðu áhyggjur af auknum umsvifum Breta í miðausturlöndum en sjálfir áttu þeir erfitt með að beina kröftum sínum þangað. Var því Sykes og Georges-Picot gert að semja um skiptingu landsvæðisins. Samningarviðræður stóðu frá nóvember 1915 til mars 1916 og luku þeir því í maí 1916 og undurrituðu samkomulagið.[1]

Rússar höfðu ætlast til þess að fá hluta af löndunum sem voru undir stjórn Ottómansveldinu en fengu ekki sinn skerf vegna byltingarinnar sem gerð var í landinu árið 1917. Ný stjórn Bolsévika í Rússlandi gaf út afrit af Sykes-Picot samkomulaginu þann 23. nóvember 1917 í fréttablöðunum Izvestia og Pravda, sem voru í eign kommúnistaflokks Sóvétríkjanna. Leiðtogi Bolsévika, Vladímír Lenín, opinberaði samkomulagið til að sýna öllum heiminum fram á að heimsstyrjöldin væri stríð heimsvaldasinna og snerist eingöngu um valdabaráttu stórveldanna en ekki almenna hagsmuni.

Þetta olli hneykslun og mikil vandræði milli Bandamanna og Araba. Síonistar voru heldur ekki sáttir, þar sem Sykes-Picot-samkomulagið kom út aðeins þremur vikum á eftir Balfour-yfirlýsingunni, þar sem Bretar höfðu lýst yfir stuðningi við stofnun heimalands Gyðinga í Palestínu, þar sem nú er Ísrael. Samkomulagið var mjög umdeilt, meðal annars vegna þess að það skaraðist á við samkomulag sem Bretland hafði gert við Hussain bin Ali, Sharifann í Mekka. Henry McMahon hafði þá í bréfaskriftum til bin Ali stutt stofnun sameinaðs Arabaríkis í miðausturlöndum.[2]

Sykes-Picot í nútímanum

[breyta | breyta frumkóða]

Samkomulagið hefur haft djúpstæð áhrif í Miðausturlöndum þar sem landamæri voru teiknuð eftir hentisemi heimsveldana og lítið sem ekkert tekið tillit til menningar á svæðinu né fólksins. Sykes-Picot-samkomulagið er talið hafa mótað Miðausturlönd, skilgreint landamærin milli Íraks og Sýrlands og leitt til núverandi átaka Palestínu oG Ísraels.

Salafísku skæruliðasamtökin Íslamska ríkið sögðust ætla að afturkalla arfleifð Sykes-Picot-samkomulagsins og vestrænnar nýlendustefnu.[3] Þegar samtökin lýstu yfir stofnun nýs kalífadæmis í Írak og Sýrlandi árið 2014 sögðust þau hafa þar með brotið landamæri Sykes-Picot-samkomulagsins.[4] Einnig hefur leiðtogi Íslamska ríkisins, Abu Bakr al-Baghdadi, lýst því yfir að samtökin „munu ekki hætta fyrr en þau hafa rekið síðasta naglann í Sykes-Picot-samsærið“.[5]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Cleveland, William L. og Martin Bunton, A history of the modern middle east (Boulder: Westview Press, 2013).
  2. Cleveland, William L. og Martin Bunton, A history of the modern middle east (Boulder: Westview Press, 2013).
  3. [1], Skoðað 10. apríl 2016
  4. [2], skoðað 10. apríl 2016
  5. [3], skoðað 10. apríl 2016