„Veðurathugun“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
m iw en
DSisyphBot (spjall | framlög)
Lína 4: Lína 4:
[[Flokkur:Veðurathugunarstöðvar á Íslandi]]
[[Flokkur:Veðurathugunarstöðvar á Íslandi]]


[[de:Wetterbeobachtung]]
[[en:Surface weather observation]]
[[en:Surface weather observation]]
[[no:Værmelding]]

Útgáfa síðunnar 12. maí 2010 kl. 14:46

Veðurathugun er kerfisbundin mæling á ýmsum veðurþáttum á fyrirfram ákveðnum veðurathugunartímum, oftast framkvæmd á veðurathugunarstöð. Mannaðar veðurathuganir eru gerðar á þriggja klukkustunda fresti og veðurathugunarmaður mælir loftþrýsting, vindhraða, skyggni, þurran og votan hita, skráir skýjafar og veður og sjávarstöðu á þeim stöðvum sem liggja nærri sjó. Hámarks- og lágmarkshiti er mældur tvisvar á sólarhring. Einnig er úrkomumagn (og snjóhula ef snjór er á jörðu) mæld einu sinni til tvisvar á sólarhring. Sjálfvirkar veðurathuganir eru gerðar á sérhverri klukkustund, en skýjafar og veður er ekki skráð sjálfvirkt og ekki heldur úrkomumagn, snjóhula né sjávarstaða. Veðurstofa Íslands framkvæmir veðurathuganir á veðurathugunarstöðvum víða um land.