Veðurathugunartími

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Veðurathugunartími er ákveðinn tími sólarhrings, þegar framkvæmdar eru veðurathuganir og veðurskeyti eru send frá veðurskeytastöð. Miðað er við samræmdan alþjóðlegan tíma (UTC) og fyrir mannaðar veðurstöðvar eru eftirfarandi tímar notaðir: kl. 3, 6, 9, 12, 15, 18, 21 og 24 UTC. (Á Íslandi er veðurathugun stundum sleppt kl. 3 og kl. 6.) Sjálfvirkar veðurstöðvar senda út veðurskeyti á klukkustunda fresti og er þá miðað við heila tímann kl. 1, 2, 3 UTC o.s.frv. Veðurathugunarmaður skal hefja veðurathugun í fyrsta lagi 10 mínútur fyrir veðurathugunartíma.