Veðurathugunarmaður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Veðurathugunarmaður er maður sem framkvæmir veðurathugun á mannaðri veðurathugunarstöð. Veðurathugunarmaður skráir veðurathugun í veðurbók og sendir hana til veðurstofu í upphafi hvers árs. Á veðurskeytastöð eru send veðurskeyti á veðurathugunartímum. Veðurstofa Íslands þjálfar veðurathugunarmenn og geymir veðurbækur og önnur veðurgögn.