„Gróðurhúsalofttegund“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Xqbot (spjall | framlög)
m robot Breyti: eu:Berotegi-efektu gas; kosmetiske ændringer
EleferenBot (spjall | framlög)
m robot Breyti: eu:Berotegi-efektuko gas
Lína 47: Lína 47:
[[es:Gas de efecto invernadero]]
[[es:Gas de efecto invernadero]]
[[et:Kasvuhoonegaasid]]
[[et:Kasvuhoonegaasid]]
[[eu:Berotegi-efektu gas]]
[[eu:Berotegi-efektuko gas]]
[[fa:انتشار کربن]]
[[fa:انتشار کربن]]
[[fi:Kasvihuonekaasu]]
[[fi:Kasvihuonekaasu]]

Útgáfa síðunnar 26. mars 2010 kl. 19:27

Mynd:Http://a.abcnews.com/images/Technology/ap global warming 070425 ms.jpg

Gróðurhúsalofttegund er lofttegund, sem veldur gróðurhúsaáhrifum t.d. hlýnun jarðar. Sameindir þeirra drekka í sig innrauða geislun frá jörðu og ná þannig að hita upp lofthjúpinn. Losun gróðurhúsalofttegunda er vegna náttúrlegra þátta eins og breytileika á sporbaugi við sól (e. orbital forcing) og vegna áhrifa frá eldgosum og vegna athafna mannsins. Helstu áhrif frá manninum sem stuðla að losun gróðurhúsalofttegunda eru bruni á bensíni, olíum og kolum.

Gróðurhúsalofttegundir

Vatnsgufa (H2O)

Vatnsgufa er þriggja atóma sameind, samansett úr tveimur vetnisatómum (H) og einu súrefnisatómi (O). Maðurinn hefur ekki bein áhrif á vatnsgufu í andrúmsloftinu en hún er algengasta gróðurhúsalofttegundin. Hækkun hitastigs mun samt leiða af sér meiri uppgufun og auka getu lofts til að halda vatnsgufunni.[1]

Koldíoxíð (CO2)

Koldíoxíð er þriggja atóma sameind, samansett úr tveimur súrefnisatómum (O) og einu kolefnisatómi (C). Sameindin er á formi gass við stofuhita, er lyktarlaus og litlaus og kemur þannig fyrir í andrúmsloftinu. Koldíoxíð verður til við efnaskipti dýra, plantna, sveppa og örvera ásamt því að verða til við bruna kola og við skógarelda. Jarðkol eru til dæmis notuð við hitun húsa og raforkuframleiðslu. Vegna þess að koldíoxíð myndast við skógarelda gæti orðið meiri losun á því meðfram þurrkum sem verða tilkomnir vegna gróðurhúsaáhrifa. Plöntur nota koldíoxíð til ljóstillífunar.

Í sjó er um 50 fallt meira magn koldíoxíðs en í andrúmsloftinu og ógnar það einnig lífi þar með súrnun.[2] Vegna áhrifa frá manninum hefur losun koldíoxíðs aukist um 35% síðan í byrjun iðnvæðingarinnar.

Metan (CH4)

Metan er fimm atóma sameind sem gerð er úr einu kolefnisatómi (C) og fjórum vetnisatómum (H) og er einfaldasti alkaninn. Metan myndast við rotnun lífræns efnis við loftfirrðar aðstæður fyrir tilstilli gerla. Einnig myndast það við meltingu hjá jórturdýrum og losnar í töluverðu magni frá sorphaugum, hrísgrjónarækt og úr votlendi. Metan losnar einnig við ófullkominn bruna jarðefnaeldsneytis.

Tvíköfnunarefnisoxíð (N2O)

Tvíköfnunarefnisoxíð eða hláturgas er þriggja frumeinda sameind gerð úr tveimur nituratómum (N) og einu súrefnisatómi (O). Sameindin er á formi gass við stofuhita og hefur léttann sætan ilm og bragð. Uppsprettur sameindarinnar eru bæði náttúrlegar og manngerðar. Manngerðar uppsprettur eru t.d. landbúnaður, iðnaður og eldsneytisbrennsla. Tvíköfnunarefnisoxíð verður til í landbúnaði þegar nítrat afoxast í jarðvegi og þegar húsdýraáburður er meðhöndlaður. Þegar köfnunarefni (N)og súrefnisatóm (O) hvarfast saman við mikinn hita í brunahólfum farartækja verður til díköfnunarefnisoxíð.[3]

Óson (O3)

Óson er þriggja súrefnisatóma (O) sameind og er mun óstöðugri en súrefni (O2). Sameindin er í formi ljósblás gass með köldum ertandi lyktarkeim við venjulegar aðstæður. Mest er af ósoni í heiðhvolfinu á svæði sem kallast ósonlag sem er í 10-50 km svæði frá jörðu. Ósonlagið er afar mikilvægt þar sem það drekkur í sig útfjólubláa geisla frá sólinni (270-400 nm) og geislun ljóseinda á stuttri bylgjulengd (<320 nm). Undanfarin ár hefur ósonlagið verið að þynnast vegna losunar efna sem brjóta óson niður (t.d. freon).

Óson virkar sem gróðurhúsalofttegund í andrúmslofti með sama hætti og hinar lofttegundirnar með því að draga í sig innrauða geislun og hita upp yfirborð jarðar. Sameindin myndast í andrúmslofti vegna efnahvarfa loftmengunarefna (köfnunarefnisoxíða og vetniskolefna). Óson er talið geta haft skaðleg áhrif á jörðinni þar sem það er mjög hvarfgjarnt og ertandi en erfitt hefur reynst að meta áhrif þess á loftslagsbreytingar þar sem það getur bæði haft kælandi og hitandi áhrif á andrúmsloftið[4]

Klórflúorkolefni

Þetta er stór hópur tilbúinna efna (enska Chlorofluorcarbons, skammstafað: (CFC). Þau eru hluti af halógenalkönum, sem tengdir eru klóri eða brómi. Dæmi um klórflúorkolefni er freon, sem notað var í miklu magni áður fyrr í kælitæki eins og t.d. ísskápa. Talið er að freon sé helsta ástæðan fyrir þynningu ósonlagsins. Þessi efni hafa einnig verið notuð sem drifefni í innúðalyf fyrir astma og í ræstivörur[5]

Áhrif gróðurhúsalofttegunda

Hækkun hitastigs jarðar hefur víðtæk áhrif í för með sér. Sjávaryfirborð hækkar vegna bráðnunar jökla og hafa mælingar bent til þess að sjávaryfirborð hafi hækkað að meðaltali um 18 cm síðustu árin en þessi hækkun er meiri en fornleifafræðingar og jarðfræðingar hafa bent á fyrir síðustu tvö ársþúsundin. Jöklar eru í flestum heimsálfum og hafa reynst gagnlegir til þess að rannsaka gróðurhúsaáhrif. Í framtíðinni mun sjávaryfirboð hækka enn frekar ásamt því að bráðnunarhraði jökla mun aukast. Talið er að úrkoma aukist á sumum stöðum meðan hún mun minnka og valda þurrkum á öðrum stöðum. Ef spár ganga eftir mun reynast erfitt eða ómögulegt að nýta viss búsvæði á jörðinni.[6]

Þegar hiti endurkastast frá jörðu fer hann framhjá tveggja atóma sameindunum (t.d. O2 og N2) en um leið og hann rekst á stærri sameindir (gróðurhúsalofttegundirnar) verður til hreyfing sem er svipuð tíðni hitageislunar. Þessi hreyfing verður til þess að hluti hitans endurkastast aftur á jörðina og veldur hlýnun.[7]

Neðanmálsgreinar

  1. Gróðurhúsalofttegundir
  2. Ledley o.fl. 1999.
  3. Gróðurhúsalofttegundir
  4. Gróðurhúsalofttegundir
  5. Jóhannesson og Jónsson 1994.
  6. Ledley o.fl. 1999.
  7. Jóhannesson og Jónsson 1994.