„Sarah Palin“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Xqbot (spjall | framlög)
m r2.7.3) (Vélmenni: Færi wuu:些拉 班琳 yfir í wuu:些拉·班琳
KamikazeBot (spjall | framlög)
m r2.7.3) (Vélmenni: Bæti við: vep:Peilin Sara
Lína 87: Lína 87:
[[uk:Сара Пейлін]]
[[uk:Сара Пейлін]]
[[uz:Sarah Palin]]
[[uz:Sarah Palin]]
[[vep:Peilin Sara]]
[[vi:Sarah Palin]]
[[vi:Sarah Palin]]
[[wuu:些拉·班琳]]
[[wuu:些拉·班琳]]

Útgáfa síðunnar 25. janúar 2013 kl. 06:34

Sarah Palin

Sarah Louise Heath Palin (fædd 11. febrúar 1964) var ríkisstjóri Alaska-fylkis frá 2006 til 2009 og varaforsetaefni Johns McCain í forsetakosningum Bandaríkjanna 2008. Hún er önnur konan í sögu Bandaríkjanna sem verður í varaforsetaframboði annars stóru flokkanna (á eftir Geraldine Ferraro) í Bandaríkjunum og sú fyrsta í sögu Repúblikanaflokksins.

Ævi

Palin fæddist í Sandpoint í Idaho þriðja barn Sarah Heath, ritara í skóla, og Charles R. Heath, raunvísindakennara og hlaupakennara. Sarah var virk í íþróttum á sínum yngri árum, lék körfubolta og hlaut gælunafnið Barrakúda. Hún sá um að leiða bæn áður en leikar hófust. Hún útskrifaðist frá Háskólanum í Idaho með B.S.-gráðu í samskipta- og fjölmiðlafræðum og með stjórnmálafræði sem hlutanám.

Hún var bæjarstjóri smábæjarins Wasilla í Alaska frá 1996 til 2002, tæplega sjö þúsund manns búa þar. Í október 1996 rak hún lögreglustjórann og fleiri embættismenn til að „reyna hollustu þeirra við nýja yfirstjórn“, lögreglustjórinn sótti hana til saka fyrir ólögmætan brottrekstur en Palin var sýknuð því dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að hún mætti reka starfsmenn vegna pólitískra atriða.

Á sama tíma rak hún bókasafnsfræðinginn, eftir að hafa áður spurst fyrir hvernig hún gæti bannað bækur af bókasafninu sem henni eða hópi kjósenda mislíkaði, hópur 60 íbúa bæjarins efndi til mótmæla og því ákvað Palin að endurráða bókasafnsfræðinginn.

Árið 2006 bauð hún sig fram til ríkisstjóra Alaska-fylkis, og lagði áherslu á að uppræta spillingu og sóun, hún sigraði með 48,3% atkvæða en helsti keppinautur hennar, demókratinn Tony Knowles fékk 40,9%. Hún bauð upp einkaþotu ríkisstjórans og rak einkakokkinn eftir að hún náði kjöri og beitti neitunarvaldi á fjölmörg verkefni, mörg þeirra urðu þó að veruleika eftir lagabreytingar og ásakanir komu fram að hún hefði ekki haft næga vitneskju um gildi verkefnanna til að hafa beitt neitunarvaldi á þau.

Stefnumál

Palin er andvíg hjónaböndum samkynhneigðra, er andvíg fræðslu um kynlíf og getnaðarvarnir í skólum og styður skírlífiskennslu í þess stað, er andvíg fóstureyðingum nema líf móður sé í hættu. Hún styður dauðarefsingar og vill að sköpunarsagan sé kennd samhliða þróunarkenningunni.

Heimildir

  • Æviágrip hjá National Govenors Association. Skoðað 17. október 2010.
  • „Anchorage Daily News - Wasilla keeps librarian, but police chief is out“.
  • „Daily Sitka Sentinel - Wasilla's New Mayor Asks Officials to Quit“.
  • „TIME - Mayor Palin: A Rough Record“.
  Þessi æviágripsgrein sem tengist stjórnmálum og Bandaríkjunum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.