Munur á milli breytinga „Ruhollah Khomeini“

Jump to navigation Jump to search
m
ekkert breytingarágrip
m
Khomeini varð æðstiklerkur (''marja'''') eftir lát [[Seyyed Husayn Borujerdi]] árið 1963. Klerkastéttin hafði þá lengi verið í vörn gagnvart veraldlegri stjórn [[Rezā Shāh]]. Khomeini hafnaði „[[Hvíta byltingin|hvítu byltingu]]“ keisarans, röð umbóta að vestrænni fyrirmynd. Vegna mótmælanna var Khomeini handtekinn um stutt skeið og síðan rekinn í útlegð. Lengst af bjó hann í [[Nadjaf]] í [[Írak]]. Hann kynti undir vaxandi andstöðu við stjórn keisarans. Eftir lát umbótasinnans [[Ali Shariati]] 1977 varð Khomeini óskoraður leiðtogi andspyrnunnar. Eftir flótta keisarans til Egyptalands í janúar [[1979]] sneri Khomeini aftur til Írans sem andlegur leiðtogi byltingarinnar. Hann barðist gegn bráðabirgðastjórn [[Shapour Bakhtiar]] og tók öll völd í febrúar. Í lok mars lýsti hann yfir stofnun íslamsks lýðveldis í Íran. Ný stjórnarskrá gerði hann að æðsta leiðtoga og stofnaði tólf manna [[klerkaráð Írans|klerkaráð]] með neitunarvald þar sem lög stangast á við [[íslam]].
 
{{commonscat}}
{{stubbur}}
 
44.358

breytingar

Leiðsagnarval