Æðsti leiðtogi Írans
Æðsti leiðtogi Íslamska lýðveldisins Írans
رهبر معظم انقلاب اسلامی ایران | |
---|---|
![]() | |
![]() | |
Gerð | Þjóðhöfðingi Yfirmaður heraflans Bráðabirgðaleiðtogi þriggja greina ríkisvaldsins (dómsvaldsins, löggjafarvaldsins og framkvæmdavaldsins) |
Sæti | Teheran |
Skipaður af | Sérfræðingaráð Írans |
Kjörtímabil | Ævilangt |
Lagaheimild | Stjórnarskrá Írans |
Forveri | Íranskeisari |
Stofnun | 5. febrúar 1979 sem byltingarleiðtogi 3. desember 1979 sem æðsti leiðtogi |
Fyrsti embættishafi | Ruhollah Khomeini |
Vefsíða | www.leader.ir |
Æðsti leiðtogi Írans (persneska: رهبر ایران, rahbar-e iran), stundum kallaður æðsti leiðtogi írönsku byltingarinnar (رهبر معظم انقلاب اسلامی, rahbar-e mo'azzam-e enghelab-e eslami) stundum kallaður æðstiklerkur Írans utan landsins, er þjóðarleiðtogi Írans og hæst setti stjórnmála- og trúarleiðtogi landsins.
Staðan var búin til eftir írönsku byltinguna í samræmi við hugmyndina um lögspekingaræði í íslam. Upphaflega var gert ráð fyrir að æðsti leiðtoginn væri æðstiklerkur (marja') samkvæmt tólfungaútgáfu sjía íslam úsúla en því var breytt árið 1989 þannig að leiðtoginn þyrfti aðeins að vera íslamskur fræðimaður og gæti verið lægra settur en æðstiklerkur.
Í Íran hafa aðeins verið tveir æðstu leiðtogar frá upphafi: Ruhollah Khomeini og Ali Khamenei (núverandi).