Kennimynd
Útlit
(Endurbeint frá Kennimynd sterkra sagna)
Kennimynd (skammstafað sem km.) eru frumhlutar sagnorða sem aðrar beygingarmyndir eru dregnar af og sú mynd sem oft er gefin upp í orðabókum. Afleiddar myndir eru dregnar af kennimyndum sagnorða. Af fyrstu kennimynd eru nútíðarmyndir sagnarinnar dregnar. Af þriðju kennimynd sterkra sagna og núþálegra sagna er til dæmis dreginn viðtengingarháttur þátíðar.
Kennimyndir íslenskra sagna
[breyta | breyta frumkóða]Kennimyndir veikra sagna er eftirfarandi:
Fyrsta kennimynd | Önnur kennimynd | Þriðja kennimynd |
---|---|---|
nafnháttur | fyrsta persóna eintala þátíð framsöguháttur | lýsingarháttur þátíðar |
Að borða | Ég borðaði | Ég hef borðað |
Að elska | Ég elskaði | Ég hef elskað |
- Hægt er að búa til viðtengingarhátt nútíðar (þó ég borði) frá fyrstu kennimynd (að borða)
- Hægt er að búa til viðtengingarhátt þátíðar (þó ég borðaði) frá annari kennimynd (ég borðaði)
Kennimyndir sterkra sagna eru eftirfarandi:
Fyrsta kennimynd | Önnur kennimynd | Þriðja kennimynd | Fjórða kennimynd |
---|---|---|---|
nafnháttur | 1. persóna eintala þátíð framsöguháttur | 1. persóna fleirtala þátíð framsöguháttur | lýsingarháttur þátíðar |
Að finna | Ég fann | Við fundum | Ég hef fundið |
- Hægt er að búa til viðtengingarhátt nútíðar (þó ég finni) frá fyrstu kennimynd (að finna)
- Hægt er að búa til viðtengingarhátt þátíðar (þó ég fyndi) frá þriðju kennimynd (við fundum)
Kennimyndir núþálegra sagna eru eftirfarandi:
Fyrsta kennimynd | Önnur kennimynd | Þriðja kennimynd | Fjórða kennimynd |
---|---|---|---|
nafnháttur | 1. persóna eintala nútíð framsöguháttur | 1. persóna eintala þátíð framsöguháttur | lýsingarháttur þátíðar |
Að kunna | Ég kann | Ég kunni | Ég hef kunnað |
- Hægt er að búa til viðtengingarhátt nútíðar (þó ég kunni) frá fyrstu kennimynd (að kunna)
- Hægt er að búa til viðtengingarhátt þátíðar (þó ég kynni) frá þriðju kennimynd (ég kunni)
Kennimyndir ri-sagna eru eftirfarandi:
Fyrsta kennimynd | Önnur kennimynd | Þriðja kennimynd |
---|---|---|
nafnháttur | fyrsta persóna eintala þátíð framsöguháttur | lýsingarháttur þátíðar |
Að snúa | Ég sneri[1] | Ég hef snúið |
Að gróa | Ég greri'[1] | Ég hef gróið |
Að núa | Ég neri'[1] | Ég hef núið |
Að róa | Ég reri'[1] | Ég hef róið |
- Hægt er að búa til viðtengingarhátt nútíðar (þó ég snúi) af fyrstu kennimynd (að snúa)
- Hægt er að búa til viðtengingarhátt þátíðar (þó ég sneri) af annarri kennimynd (ég sneri)
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]- Kenniföll (hliðstæða nafnorða)
- Orsakasögn
- Tannhljóðsviðskeyti
- Hljóðskipti