Ken (dúkka)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ken dúkkur í upphafi.

Ken (fullt heiti Kenneth Sean „Ken“ Carson Jr.) er tískudúkka framleidd af Mattel. Ken kom fyrst á markað 1961 tveimur árum eftir fyrstu Barbie dúkkuna. Ken er nefndur eftir Kenneth Handler, syni Ruth Handler höfundar Barbie og Ken líkt og Barbie er nefnd eftir Barböru Handler dóttur hennar. Ken hefur komið víða við í dægurmenningu en árið 1997 kom út lagið „Barbie Girl“ þar sem danski söngvarinn René Dif söng hlutverk Ken. Árið 2023 kom út myndin Barbie þar sem Ryan Gosling lék Ken.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.