Fara í innihald

Tískudúkka

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tískudúkka er dúkka sem er sérstaklega hönnuð til að sýna föt og tísku. Slíkar dúkkur eru markaðssettar bæði sem barnaleikföng og sem hlutir sem höfða til fullorðinna sem safna slíkum dúkkum. Dúkkurnar eru oftast í gervi táningsstúlkna eða fullorðinna kvenna. Stundum eru slíkar dúkkur þó karlkyns, í gervi barna eða í gervi dýra eða annarra vera. Flestar tískudúkkur eru núna gerðar úr vínyl eða öðrum plastefnum. Nýlega hafa komið fram útgáfur sem gerðar eru í stafrænni þrívídd.

Barbie var sett á markað í Bandaríkjunum árið 1959 af leikfangafyrirtækinu Mattel in 1959 og fljótlega koma margar svipaðar vínyl-dúkkur á markað. Stærð Barbie (29 sm að lengd) varð viðmiðun fyrir aðra framleiðendur. Tískudúkkur hafa þó verið framleiddar í mörgum mismunandi stærðum allt frá 27 sm til 90 sm.

Fatahönnuðir hanna, sauma og útbúa föt á tískudúkkur og sjálfstæðir listamenn endurskapa dúkkurnar, skipta um hár og breyta öðrum einkennum. Þessir listamenn eru vanalega ekki tengdir dúkkuframleiðendum og selja endurunnu dúkkurnar til safnara.

Meðal vinsælla tískudúkkna eru Equestria dúkkur (My little pony), Barbie, Monster High, Bratz og Lottie dúkkur.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]