Fara í innihald

Kauphöll Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kauphöll Íslands

Rekstrarform Hlutafélag
Stofnað 1985
Staðsetning Fáni Íslands Reykjavík, Ísland
Lykilpersónur Páll Harðarsson (forstjóri)
Starfsemi Kauphöll
Vefsíða www.nasdaqomx.com

Kauphöll Íslands var stofnuð 1985 af íslenskum bönkum og Seðlabanka Íslands. Viðskipti hófust ári síðar á íslenskum ríkisskuldabréfum og viðskipti með hlutabréf hófust 1990.

Erlend fyrirtæki sem eru skráð í kauphöllinni eru annaðhvort færeysk eða með starfstöð á Íslandi. Færeysku fyrirtækin Atlantic Airways, Atlantic Petroleum, Eik banki og Føroya Banki eru öll skráð í kauphöllinni og auk þeirra er alþjóðlega álfyrirtækið Century Aluminium einnig skráð.

Stærstu fyrirtæki kauphallarinnar eru tvískráð í öðrum kauphöllum. DeCode er skráð í Nasdaq kauphöllinni og Össur er skráður í OMX kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Stærri fyrirtæki hafa aðgang að sölu hlutabréfa í Kauphöll Íslands og hafa mörg þeirra komið og farið. Nafntoguð fyrirtæki hafa verið a listum kauphallarinnar og hafa til dæmis Össur og Marel verið þar áberandi. Einnig hafa móðurfélög verslunnarkeðja og ýmis fasteignafélög verið skráð í íslensku kauphöllina, ásamt fjölmörgum öðrum fyrirtækjum.

Skráning hefur verið samræmd við norrænar kauphallir frá 2000 þegar að kauphöllinn hóf að nota samnorræna tölvukerfið SAXESS. 2003 varð Kauphöll Íslands tæknilegur stjórnunaraðili færeysku kauphallarinnar og samhliða þeirri breytingu voru færeysk fyrirtæki skráð í kauphöllinni hér á landi. 2006 samþykkti kauphöllin að sameinast OMX Nordic Exchange og sá samruni varð að veruleika 19. september sama árs.[1]

Í kauphöllum fara viðskipti fram með hlutabréf og verðbréf. Bréfin eru nú orðið í formi tölvugagna en þau ganga engu að síður kaupum og sölum innan kauphallar. Tilboð eru gerð í bréfin í kauphöllum og sérstakir verðbréfamiðlarar hafa alla milligöngu um þessi viðskipti. Raunar eru kauphallir sem byggingar óþarfar í dag þar sem eigendur gefa skipanir um kaup og sölu í gegnum síma eða tölvupóst til verðbréfamiðlara, sem senda tilkynningu um viðskiptin til kauphallar, hvort sem bréf eru til sölu eða óskist keypt. Þá taka aðrir miðlarar við sér og bjóða bréf til sölu eða óska eftir kaupum. Öll þessi viðskipti fara í gegnum tölvukerfi kauphallar og eru þau skráð inn í sérstaka verðbréfavísitölu sem ákvarðar svo skráð viðmiðunargengi verðbréfa.