Eik banki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Eik banki
Eik Banki.svg
Rekstrarform Hlutafélag
Stofnað 1832
Staðsetning Þórshöfn, Færeyjum
Lykilmenn Henrik Bjerre-Nielsen, stjórnarformaður
Starfsemi bankastarfsemi
Tekjur DKK 1.344 milljónir (2009) Decrease2.svg[1]
Hagnaður f. skatta DKK -386 milljónir (2009) Decrease2.svg[1]
Hagnaður e. skatta DKK -297 milljónir (2009) Decrease2.svg[1]
Starfsmenn 330 (2009)[1]
Vefsíða eikbank.com

Eik Banki er færeyskt fjármálafyrirtæki sem var einn af stærstu bönkum landsins. Hann var stofnaður árið 1832 og starfrækti útibú í Danmörku. Bankinn var á sviði viðskiptabanka, verðbréfa og fasteignafjárfestinga. Bankinn var þjóðnýttur af Danmörku í október 2010 vegna slæmrar eiginfjárstöðu. Útibú bankans í Danmörku voru seld síðar til Sparekassen Lolland.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Eik var stofnaður árið 1832 sem sparisjóður. Árið 1992 var honum breytt í banka og árið 2002 í hlutafélag. Þann 11. júlí 2007 var fyrirtækið skráð í Íslensku- og Dönsku kauphöllinni sem Eik banki P/F.

Í danmörku átti Eik banki dótturfélag, Eik bank Danmark A/S. Árið 2007 tók dótturfyrirtækið yfir útibú Sænska Skandiabankans í Danmörku sem var síðar sameinað fyrirtækinu í desember 2007. Í sama mánuði keypti Eik banki færeyskt útibú Kaupþings banka.[2]

Fyrirtækið og danska dótturfyrirtækið voru yfirtekin af Danska fjármálaeftirlitinu í Október 2010 eftir að bankinn hafði ekki uppfyllt reglur um eiginfjárstöðu.[3] Tilkynnt var um stöðvun viðskipta bankans í fréttum og bankinn afskráður úr Íslensku kauphöllinni.[4]

Dótturfyrirtæki Eik banka (Eik Bank Danmark A/S) var selt til svæðisbankans Sparekassen Lolland fyrir 336 milljón danskar krónur þann 17. desember 2010.[5] Eftir sölu dótturfyrirtækisins var aðalmarkaður fyrirtækisins á viðskiptabankasviði innan Færeyja og eignarhald á stærsta fasteignafjárfestingafélagi færeyja, Inni P/F.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 Árskýrsla Eik banka
  2. Johnson, Simon 28. desember 2007, „Iceland's Kaupthing Sells Faroes Unit". Reuters.
  3. Acher, John og Levring, Peter 1. október 2010, „Danish authority takes over Faroese bank Eik Banki". . Reuters.
  4. „Shares issued by EIK BANKI P/F removed from trading“. Nasdaq OMX Iceland. 23. desember 2010.
  5. Durhan, Erik 17. desember 2010, „Sparekassen Lolland A/S Acquires Eik Bank Retail Business". The Wall Street Journal Europe. Dow Jones Newswires.