Kanadískt atkvæðatáknróf
Kanadískt atkvæðatáknróf er atkvæðatáknróf notað til að skrifa fjölda tungumála frumbyggja Kanada, svo sem inuítamál, algonkisk mál og áður fyrr atabaskísk mál. Verðmæti táknrofsins er metið mikils vegna öðruvísi útlits miðað við latneska stafrófið og hve auðvelt það er að læra það. Fyrir seinni hluta 19. aldar voru Cree-menn meðal þeirra læsustu í heimi.
Kanadíska atkvæðatáknrófið er notað til að skrifa öll cree-mál, frá naskapi, sem er talað í Quebec, til þeirra sem eru talin í Klettafjöllum. Táknrófið er líka notað til að skrifa inúktitút í austurhluta Kanada, þar sem latneska stafrófið er líka í opinberri notkun. Það var notað til að skrifa atabaskísk mál en er það ekki lengur. Frumbyggjar í Bandaríkjunum á landamærum við Kanada hafa af og til notað atkvæðatáknrófið til að skrifa tungumál þeirra, en það er að mestu leyti sérkanadískt fyrirbæri.
Grundvallaatriði
[breyta | breyta frumkóða]Hvert tákn í rófinu táknar samhljóð, en stefna þess táknar sérhljóð. Þetta er sérstakur eiginleiki kanadíska atkvæðastafrófsins, en í öðrum táknrófum er einstakt tákn fyrir hverja samsetningu samhljóðs og sérhljóðs. Sem dæmi má nefna samhljóðið p, sem á cree er táknað með ermamerki. Ef merkið stefnir upp á við, ᐱ, þýðir það pi. Ef merkinu er snúið á hvolf, ᐯ, þá táknar það pe. Ef það stefnir í vinstri átt, ᐸ, þýðir það pa, en í hægri átt, ᐳ, po.
Mismunandi samhljóð og sérhljóð eru táknuð með táknunum á mismunandi tungumálum, en hljóðgildin svara meira eða minna til þeirra sem eru notuð á cree.
C | -e | -ē | -i | -ī | -o | -ō | -a | -ā | í lokastöðu | stefna |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
(ekkert) | ᐁ | ᐁ | ᐃ | ᐃ | ᐅ | ᐅ | ᐊ | ᐊ | samhverf | |
p- | ᐯ | ᐯ | ᐱ | ᐱ | ᐳ | ᐳ | ᐸ | ᐸ | ᑊ | samhverf |
t- | ᑌ | ᑌ | ᑎ | ᑎ | ᑐ | ᑐ | ᑕ | ᑕ | ᐟ | samhverf |
k- | ᑫ | ᑫ | ᑭ | ᑭ | ᑯ | ᑯ | ᑲ | ᑲ | ᐠ | ósamhverf |
c- | ᒉ | ᒉ | ᒋ | ᒋ | ᒍ | ᒍ | ᒐ | ᒐ | ᐨ | ósamhverf |
m- | ᒣ | ᒣ | ᒥ | ᒥ | ᒧ | ᒧ | ᒪ | ᒪ | ᒼ | ósamhverf |
n- | ᓀ | ᓀ | ᓂ | ᓂ | ᓄ | ᓄ | ᓇ | ᓇ | ᐣ | ósamhverf |
s- | ᓭ | ᓭ | ᓯ | ᓯ | ᓱ | ᓱ | ᓴ | ᓴ | ᐢ | ósamhverf |
y- | ᔦ | ᔦ | ᔨ | ᔨ | ᔪ | ᔪ | ᔭ | ᔭ | ᐧ | ósamhverf |
sp- | Z | Z | Z | Z | N | N | И | И | samhverf* | |
-w- | (punktur á eftir átkvæðinu) | ᐤ | ||||||||
-h | ᐦ | |||||||||
-hk | ᕽ | |||||||||
-l | ᓫ | |||||||||
-r | ᕑ |
- *Úreltu sp-táknin, sem Unicode styður ekki, eru táknuð hér með latneskum og kýrillískum stöfum; það er engin góð staðgengd fyrir spi.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Enski trúboðinn James Evans fann kanadíska atkvæðatáknrófið upp árið 1840 fyrir tvö tungumál, cree og ojibwe. Innblástur hans var Cherokee-atkvæðatáknrófið, fundið upp af Sequoyah sem naut mikilla vinsælda meðal málhafa cherokee. Evans hafði lent í vandræðum með að reyna að nota latneska stafrófið og snéri svo til kunnáttu sinnar í devanagarí og hraðritun. Í fyrstu voru aðrir trúboðar tregir og neituðu að nota að það, en frumbyggjarnir tóku það upp með miklum hraða, þannig að samkvæmt þjóðsögu Cree-manna var það talið eiga rætur sínar í menningu þeirra.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Canadian Aboriginal syllabics“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 6. september 2015.