Körfuknattleiksdeild ÍR
ÍR | |
Deild | Dominos deildin |
Stofnað | 1951 |
Saga | 1951- |
Völlur | Hertz-hellirinn |
Staðsetning | Reykjavík, Breiðholt |
Litir liðs | Bláir og hvítir |
Eigandi | |
Formaður | Guðmundur Óli Björgvinsson |
Þjálfari | (KK) Borce Ilievski (KVK) Ólafur Jóhann Sigurðsson |
Titlar | (KK) 15 Íslandsmeistartitlar (KVK) 0 Íslandsmeistartitlar |
Heimasíða |
Íþróttafélag Reykjavíkur heldur úti öflugu körfuknattleiksstarfi. Körfuknattleiksdeildin hefur aðsetur í íþróttahúsi Seljaskóla í Seljahverfi í Breiðholti. Húsið er einnig þekkt sem Hertz-hellirinn, eftir bílaleigunni Hertz sem er einn öflugasti styrktaraðili ÍR
Félagið heldur úti yngri flokka starfi og meistaraflokkum beggja kynja. Karlalið félagsins leikur tímabilið 2018-2019 í Dominos deildinni en kvennaliðið leikur í 1.deild Íslandsmótsins.
ÍR var eitt af stofnfélögum úrvalsdeildar karla í körfuknattleik og er eitt sigursælasta lið körfuknattleikssögunnar á Íslandi og hefur alls unnið 15 Íslandsmeistaratitla. Aðeins KR og Njarðvík (3 titlar undir öðru nafni) hafa unnið fleiri titla en Breiðhyltingar. Þó nokkur bið hefur hinsvegar verið á Íslandsmeistaratitli í Meistaraflokki karla en sá titill hefur ekki unnist síðan árið 1977. ÍR varð síðast bikarmeistari karla árið 2007.
ÍR hefur einnig verið sigursælt í kvennaflokki, ellefu Íslandsmeistaratitlar hafa unnist, sá síðasti 1975. Eftir að liðið féll úr Úrvalsdeildinni árið 2004 var Meistaraflokkur lagður niður. Árið 2017 var liðið vakið úr dvala og fyrrum leikmaður karlaliðsins, Ólafur Jóhann Sigurðsson ráðinn þjálfari liðsins.
Karlalið ÍR
[breyta | breyta frumkóða]Leikmenn karlaliðs ÍR tímabilið 2018-2019 eru:
- Nr.5 Ísak Máni Wium - Ísland
- Nr.6 Gerald Robinson - Bandaríkin/Holland - Framherji
- Nr.7 Kevin Capers - Bandaríkin - Bakvörður
- Nr.8 Matthías Orri Sigurðarson - Ísland - Bakvörður
- Nr.9 Trausti Eiríksson - Ísland - Framherji
- Nr.10 Hákon Örn Hjálmarsson - Ísland - Bakvörður
- Nr.11 Ólafur Björn Guðlaugsson - Ísland
- Nr.12 Hjalti Friðriksson - Ísland - Framherji
- Nr.13 Skúli Kristjánsson - Ísland - Bakvörður
- Nr.14 Sæþór Elmar Kristjánsson - Ísland - Framherji
- Nr.15 Sigurður Gunnar Þorsteinsson - Ísland - Miðherji
- Nr.21 Sigurkarl Róbert Jóhannesson - Ísland - Fyrirliði - Framherji
Þjálfari ÍR-inga er Borce Ilievski
Í þjálfarateyminu eru til dæmis, Árni Eggert Harðarson og Sveinbjörn Claessen
Endurkoman í úrslitakeppni 2017-2019
[breyta | breyta frumkóða]Eftir mögur ár tókst ÍR-ingum að snúa aftur í úrslitakeppni Úrvalsdeildar Karla í Körfuknattleik veturinn 2016-2017. ÍR-ingar komust á gott skrið undir lok tímabils og tryggðu sér 7. sæti deildarinnar og þar með réttinn til að mæta Stjörnunni sem lent hafði í 2. sæti deildarinnar. Þrátt fyrir gott gengi fyrir úrslitakeppni reyndust Garðbæingar full stór biti fyrir óhrætt ÍR liðið og var þeim sópað út úr úrslitakeppninni 3-0.
Einhverjar breytingar urðu á leikmannahóp ÍR fyrir næsta tímabil (2017-2018). Miðherjinn Ryan Taylor, sem leikið hafði með Marshall skólanum í Bandaríkjunum gekk til liðs við liðið sem hóf tímabilið vel. Hver sigurinn kom á fætur öðrum og ljóst var að bjart var yfir körfuboltanum í Breiðholti. Eftir gott tímabil, sem smá hiksti inn á milli, enduðu ÍR-ingar í 2. sæti deildarinnar á eftir deildarmeisturum Hauka. Liðið hafði þá komist í úrslitakeppni annað árið í röð og aftur voru Stjörnumenn mótherjarnir í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Liðin skiptust á sigrum í fyrstu tveimur leikjunum og hafði hvort lið um sig varið sinn heimavöll. Í upphafi þriðja leiks liðanna dró til tíðinda þegar Ryan Taylor virtist hafa slegið landsliðsmiðherjann Hlyn Bæringsson í hnakkann. Hvorugur leikmannanna lék fleiri leiki í rimmunni, Taylor vegna banns og Hlynur vegna meiðsla, sem ÍR vann 3-1. Því næst tók Tindastóll við, Taylor-lausir ÍR-ingar töpuðu fyrsta leiknum í Seljaskóla áður en þeir komu öllum á óvart og nældu sér í óvæntan sigur á einum erfiðasta útivelli landsins. Eftir að hafa jafnað rimmunna 1-1 misstu ÍR-ingar tökin og Tindastóll sigraði 3-1 og hélt áfram í úrslitaviðureignina.
Enn urðu breytingar á liðsskipan Breiðhyltinga, bandarísku leikmenn liðsins hurfu á braut, samningurinn við Ryan Taylor var ekki endurnýjaður og Danero Thomas hélt norður á Sauðárkrók. Ísfirðingurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson kom til liðsins frá Grindavík og bandarísku leikmennirnir Gerald Robinson og Justin Martin skrifuðu undir í Hertz-hellinum. Meiðsli leikstjórnandans Matthíasar Orra Sigurðarsonar settu strik í leik liðsins á tímabilinu. Justin Martin þótti ekki standa undir væntinum og var bakvörðurinn Kevin Capers fenginn til að fylla í skarðið. Eftir erfitt tímabil höfnuðu ÍR-ingar í 7. sæti deildarinnar og fengu það hlutskipti að mæta vel mönnuðu Njarðvíkurliði. Ógnarsterkt lið Njarðvíkur sýndi getu sína snemma í viðureigninni og vann fyrstu tvo leikina. ÍR-ingar, sem höfðu misst Kevin Capers í leikbann eftir atvik í 1.leik, voru því með bakið uppi við vegginn. ÍR-ingar sýndu mátt sinn og megin og jöfnuðu viðureignina 2-2 og tryggðu sér þar með oddaleik í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Njarðvíkurliðið átti þar engin svör við sterkum og öguðum varnaleik sem ÍR-ingar sýndu. Synir Borche Ilievski unnu að lokum með 12 stiga mun og komust í undanúrslit Íslandsmótsins, þar munu þeir mæta sínum "forna" fjanda í Stjörnunni.
Ghetto Hooligans
[breyta | breyta frumkóða]Stuðningsmannasveit ÍR ber hið sérkennilega nafn Ghetto Hooligans, sveitin hefur verið starfrækt í þó nokkur ár og hefur vakið athygli fyrir vasklega framgöngu á áhorfendapöllunum. Sveitin hefur hlotið viðurkenningu sem besta stuðningsmannasveitin í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport. Þó hefur saga sveitarinnar ekki bara verið dans á rósum en hún hefur verið gagnrýnd á undanförnum árum. Þekktasta dæmið er eflaust atvik sem kom upp eftir höfuðmeiðsli Hlyns Bæringssonar í viðureign ÍR og Stjörnunnar í úrslitakeppninni 2018. Þá þóttu meðlimir sveitarinnar gera lítið úr höfuðmeiðslum og kölluðu Stjörnumenn í kjölfarið "dramadrottningar".
Titlar í meistaraflokki
[breyta | breyta frumkóða]Meistaraflokkur Karla
[breyta | breyta frumkóða]Íslandsmeistaratitlar (15)
[breyta | breyta frumkóða]- 1954, 1955, 1957, 1960, 1961, 1962, 1963, 1964, 1969, 1970, 1971, 1972, 1973, 1975, 1977
Bikarmeistaratitlar (2)
[breyta | breyta frumkóða]- 2001, 2007
1.deild karla (2)
[breyta | breyta frumkóða]- 1987, 2000
Meistaraflokkur Kvenna
[breyta | breyta frumkóða]Íslandsmeistaratitlar (11)
[breyta | breyta frumkóða]- 1956, 1957, 1958, 1963, 1966, 1967, 1970, 1972, 1973, 1974, 1975
Bikarmeistaratitlar (1)
[breyta | breyta frumkóða]- 1979
1.deild kvenna (1)
[breyta | breyta frumkóða]- 2003