Juventus FC
Juventus Football Club S.p. A | |||
Fullt nafn | Juventus Football Club S.p. A | ||
Gælunafn/nöfn | La Vecchia Signora, Madama (Gamla konan) La Fidanzata d'Italia (Kærasta Ítalíu) I bianconeri (Hinir svart-hvítu) Le zebre (Sebrarnir) „Juve“ | ||
---|---|---|---|
Stofnað | 1. nóvember 1897 | ||
Leikvöllur | Allianz Stadium, Tórínó | ||
Stærð | 41.507 | ||
Stjórnarformaður | Andrea Agnelli | ||
Knattspyrnustjóri | Massimiliano Allegri | ||
Deild | Serie A | ||
2021-22 | 4. sæti | ||
|
Juventus Football Club S.p. A einnig þekkt sem Juventus Torino, Juventus F.C., Juventus eða einfaldlega Juve, er knattspyrnulið frá Tórínó á Ítalíu, stofnað árið 1897. Liðið hefur unnið til 36 meistaratitla og 13 bikara í heimalandinu og er sigursælasta liðið þar. Juventus varð sigurvegari Meistaradeildar Evrópu tímabilin 1984–85 og 1995–96. Árin 2012-2020 vann liðið 9 meistaratitla í röð og síðustu 2 árin einnig ítalska bikarinn. Árið 2006 var liðið dæmt niður um deild vegna spillingarmála.
Gianluigi Buffon, Alessandro Del Piero, Andrea Pirlo og Cristiano Ronaldo eru nú meðal þekktustu leikmanna liðsins.
Hlutfallslega hefur liðið lagt mest til ítalska landsliðsins í knattspyrnu í gegnum árin. [1]
Titlar
[breyta | breyta frumkóða]Titill | Fjöldi | Ár |
---|---|---|
Ítalska A-deildin | 36 | 1905, 1925–26, 1930–31, 1931–32, 1932–33, 1933–34, 1934–35, 1949–50, 1951–52, 1957–58, 1959–60, 1960–61, 1966–67, 1971–72, 1972–73, 1974–75, 1976–77, 1977–78, 1980–81, 1981–82, 1983–84, 1985–86, 1994–95, 1996–97, 1997–98, 2001–02, 2002–03, 2004-05, 2005-06, 2011–12, 2012–13, 2013–14, 2014–15, 2015–26, 2016–17, 2017–18, 2018-19, 2019-20 |
Serie B | 1 | 2006–07 |
Coppa Italia | 11 | 1937–38, 1941–42, 1958–59, 1959–60, 1964–65, 1978–79, 1982–83, 1989–90, 1994–95, 2016-17, 2017-18 |
Supercoppa italiana di calcio | 6 | 1995, 1997, 2002, 2003, 2012 |
Meistaradeild Evrópu | 2 | 1984–85, 1995–96 |
Evrópukeppni bikarhafa | 1 | 1983–84 |
Evrópukeppni félagsliða | 3 | 1977, 1990, 1993 |
Evrópski ofurbikarinn | 2 | 1984, 1996 |
UEFA Intertoto Cup | 1 | 1999 |
HM Félagsliða | 2 | 1985, 1996 |
Litir og gælunöfn
[breyta | breyta frumkóða]Litirnir á búningum Juventus eru svartar hvítar rendur. þeir hafa notað þessa liti síðan árið 1903, fyrstu árin spiluðu þeir í bleikum treyjum og svörtum stuttbuxum. Juventus hefur ýmis gælunöfn m.a : la Vecchia Signora (gamla daman) og la Fidanzata d'Italia (kærasta ítalíu), i bianconeri (þeir svört og hvítu), le zebre (sebra-hestarnir), það er tilvísun í treyjur félagsins sem eru svart-hvít röndóttar.
Þekktir leikmenn
[breyta | breyta frumkóða]- Roberto Baggio
- Andrea Barzagli
- Roberto Bettega
- Giampiero Boniperti
- Gianluigi Buffon
- Antonio Cabrini
- Umberto Caligaris
- Mauro Camoranesi
- Fabio Cannavaro
- Alessandro Del Piero
- Andrea Pirlo
- Jürgen Kohler
- Carlos Tévez
- Michael Laudrup
- Zlatan Ibrahimović
- Olof Mellberg
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Ótrúleg sigurganga Juventus Rúv, skoðað 14. maí, 2018.