Fara í innihald

John Hancock

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
John Hancock
Fylkisstjóri Massachusetts
Í embætti
25. október 1780 – 29. janúar 1785
Í embætti
30. maí 1787 – 8. október 1793
Persónulegar upplýsingar
Fæddur23. janúar 1737
Braintree, Massachusetts
Látinn8. október 1793 (56 ára) Boston, Massachusetts
ÞjóðerniBandarískur
MakiDorothy Quincy (g. 1775)
HáskóliHarvard-háskóli
Undirskrift

John Hancock (fæddur 23. janúar 1737, látinn 8. október 1793) var bandarískur kaupmaður og stjórnmálamaður ásamt því að vera mikilvægur þátttakandi í bandarísku byltingunni. John Hancock er talinn til „landsfeðra“ Bandaríkjanna.

Fjölskylda

[breyta | breyta frumkóða]

Hancock var fæddur í Braintree Massachusetts foreldrar hans voru John Hancock og Mary Hawke Thaxter. Eftir andlát föður hans (1744) var hann sendur til að búa hjá frænda sínum Thomas Hancock og konu hans Lydia (Henchman) Hancock. Í æsku kynntist hann John Adams sem síðar varð forseti Bandaríkjanna.

Menntun og störf

[breyta | breyta frumkóða]

John Hancock gekk í Boston Latin School og útskrifaðist þaðan 1750 eftir það stundaði hann nám í Harvard-háskóla og útskrifaðist þaðan 1754. Eftir útskriftina byrjaði hann að vinna í skipafyrirtæki frænda síns en á sama tíma var háð stríð milli Bretlands og Frakklands í Norður-Ameríku (1754-1763). Frá 1760 til 1761 bjó hann í Bretlandi þar sem hann vann að myndun betri viðskiptasambanda fyrir fyrirtækið, þegar hann sneri til baka var heilsa frænda hans farin að versna, árið 1763 varð hann meðeigandi í fyrirtækinu. Fljótlega eftir að hann hafði orðið meðeigandi lést frændi hans og hann erfði allt fyrirtækið árið 1764.

Stjórnmálaferill

[breyta | breyta frumkóða]

Á stjórnmálaferli sínum starfaði hann sem forseti Annars meginlandsþings Bandaríkjanna, sem undirritaði sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna, og var einnig sá fyrsti til að undirrita hana. Sjálfstæðisyfirlýsingin sem var formleg útskýring á því hvers vegna þingið hefði ákveðið að slíta stjórnmálatengslum við England, hún var samþykkt þann 4 júlí 1776 sem hefur síðan verið þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna. Hancock gegndi einnig embætti sem fyrsti og þriðji ríkisstjóri Massachusetts. Fyrir byltinguna var hann mjög auðugur maður eftir að hafa erft stórt skipa fyrirtæki frá frænda sínum. Hancock hóf sinn feril í stjórnmálum í Boston þar sem hann var lærlingur Samuel Adams en hann var áhrifamikill stjórnmálamaður þess tíma. Eftir að spenna jókst á milli Breta og Bandaríkjamanna valdi Hancock að nota auðæfi sín í að styrkja byltinguna en hann naut mikillar hylli fyrir það í Massachusetts.

Þátttaka hans í byltingunni

[breyta | breyta frumkóða]

Uppi hafa verið deilur um hvort Hancock hafi í raun verið að smygla varningi, hann var þó ákærður í nokkrum tilfellum án þess að hann væri dæmdur sekur. Orðspor hans gerði hann að vinsælum manni meðal alþýðunnar þó það hafi aldrei verið sannað að hann væri smyglari.