Fara í innihald

John Hancock Tower

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
John Hancock Tower í Boston.
John Hancock Tower

Þrjár byggingar í Boston í Massachusetts, eru þekktar undir nafninu John Hancock Building. Þessar byggingar voru byggðar fyrir tryggingarfélagið John Hancock. Í dag stendur jafnvel til að fara að byggja þá fjórðu.

Ein af þessum byggingum, þekkt sem John Hancock Tower, er í daglegu tali kölluð Nýja John Hancock byggingin en er opinberlega nefnd Hancock Place eða Hancock staðurinn. Byggingin er 241 metri á hæð og falleg, með 60 hæðum. Hún er hönnuð af I.M. Pei og Henry N. Cobb en þeir reka saman vinnustofu sem heitir Pei, Cobb og Freed. Lokið var við bygginguna árið 1976, 5 árum eftir áætlaðan tíma. Árið 1977 fékk Cobb National Honor Award frá AIA fyrir vinnu sína við John Hancock Tower.

Árið 2005 var John Hancock Tower hæsta byggingin í Nýja Englandi, 45. hæsta bygging í Bandaríkjunum og 131. hæsta bygging í heiminum.

Þegar arkitektarnir byrjuðu að hugsa um hönnun byggingarinnar höfðu þeir einfaldleika, fegurð og tærleika að leiðarljósi. Þeir vildu hafa hana granna og háa. Gluggana langa og stóra. Flest gekk að óskum nema hvað það urðu nokkur óhöpp með bygginguna. Meðan á framkvæmdum stóð brotnaði úr mörgum gluggum og féllu til jarðar. Gluggarnir í byggingunni voru samtals 10.344 og byrjuðu að gefa sig nánast strax í upphafi. Mestur varð vandinn þegar vetur harðnaði nóttina 20. janúar 1973. Þá var ennþá verið að vinna við byggingu turnsins. Stórir hlutar úr gluggunum, um 250 kíló hver, duttu niður. Á leiðinni niður brutu þeir aðra glugga. Allt í allt duttu 65 gluggar úr festingum.