John Hancock Tower

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
John Hancock Tower í Boston.
John Hancock Tower

Þrjár byggingar í Boston í Massachusetts, eru þekktar undir nafninu John Hancock Building. Þessar byggingar voru byggðar fyrir tryggingarfélagið John Hancock. Í dag stendur jafnvel til að fara að byggja þá fjórðu.

Ein af þessum byggingum, þekkt sem John Hancock Tower, er í daglegu tali kölluð Nýja John Hancock byggingin en er opinberlega nefnd Hancock Place eða Hancock staðurinn. Byggingin er 241 metri á hæð og falleg, með 60 hæðum. Hún er hönnuð af I.M. Pei og Henry N. Cobb en þeir reka saman vinnustofu sem heitir Pei, Cobb og Freed. Lokið var við bygginguna árið 1976, 5 árum eftir áætlaðan tíma. Árið 1977 fékk Cobb National Honor Award frá AIA fyrir vinnu sína við John Hancock Tower.

Árið 2005 var John Hancock Tower hæsta byggingin í Nýja Englandi, 45. hæsta bygging í Bandaríkjunum og 131. hæsta bygging í heiminum.

Þegar arkitektarnir byrjuðu að hugsa um hönnun byggingarinnar höfðu þeir einfaldleika, fegurð og tærleika að leiðarljósi. Þeir vildu hafa hana granna og háa. Gluggana langa og stóra. Flest gekk að óskum nema hvað það urðu nokkur óhöpp með bygginguna. Meðan á framkvæmdum stóð brotnaði það úr mörgum gluggum og féll til jarðar.

Vegfarendur lýstu því svo að það hefði verið sem glerinu hefði rignt af himnum ofan. Gluggarnir í byggingunni voru samtals 10.344 og byrjuðu að gefa sig nánast strax í upphafi. Mestur varð vandinn þegar vetur harðnaði nóttina 20. janúar 1973. Þá var ennþá verið að vinna við byggingu turnsins. Stórir hlutar úr gluggunum, um 250 kíló hver, duttu niður. Á leiðinni niður brutu þeir aðra glugga. Allt í allt duttu 65 gluggar úr festingum.

Næstu mánuði brotnuðu fleiri gluggar. Í apríl var meira af gluggum komið til jarðar heldur en voru eftir á byggingunni sjálfri. Það hafði enginn hugmynd um hvað var í gangi og þar af leiðandi byrjuðu fljótt að kvisast út sögur. Ein var þannig að gluggarnir væru að detta út af því að byggingin væri bogin. Önnur var sú að einhver undarlegur kraftur í vindinum væri að sjúga gluggana út. Og þannig héldu sögurnar áfram að berast á milli manna. Meginástæðuna fyrir öllum sögunum segja þó margir vera fáfræði fólksins. Fólk fékk annaðhvort ekki að vita neitt meira eða vildi ekki vita meira.

Þetta tilheyrir allt fortíðinni, því nú er þessi bygging augsýnilega ein af flottari byggingum Boston og var nýlega valin þriðji besti arkitektúr Boston fyrr og síðar.

En þó er mikilvægt að fólk þekki söguna áður en þeir segja hana. Hinn 6. mars 1975 kom maður frá Sviss með lausnina á vandamálinu! Til að koma í veg fyrir að hún myndi bókstaflega hrynja var byggt niður á við. Byggt niður í kjallara til að koma niður járnsúlum sem myndu hjálpa að viðhaldabyggingunni beinni og sterkri. Hann kom fljúgandi frá Zurich til að segja eigendum Hancock að hætta væri á að byggingin myndi detta. Rétt eins og tré úti í skógi. Turninn var þó alveg rétt byggður og í fullu samræmi við byggingarreglur. Ekki er auðvelt að sjá að neinum hafi hér verið um að kenna. Svona gerist einfaldlega. En öll vandamál hafa lausn og við þessu vandamáli hafði maðurinn frá Zurich lausnina. Og vegna gluggavandamálsins varð Hancock turninn ein mest skoðaða bygging sögunnar.