Fara í innihald

John Duns Scotus

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vestræn heimspeki
Miðaldaheimspeki
John Duns Scotus
Nafn: John Duns Scotus
Fæddur: um 1266
Látinn: 8. nóvember 1308
Skóli/hefð: Skólaspeki
Helstu viðfangsefni: trúarheimspeki, frumspeki, þekkingarfræði, rökfræði, siðfræði
Áhrifavaldar: Aristóteles, Ágústínus, Avicenna, Boethius, Anselm, Tómas af Aquino
Hafði áhrif á: Vilhjálmur af Ockham, Marteinn Lúther, René Descartes, Gottfried Wilhelm Leibniz, Charles Sanders Peirce, Martin Heidegger

John Duns Scotus (u.þ.b. 12668. nóvember 1308) var skoskur fyrirlesari og skólaspekingur, og einn af helstu guðfræðingum og heimspekingum hámiðalda. Hann fékk viðurnefnið Doctor Subtilis vegna þess hve mönnum þótti hann beita gegnumlýsandi og hárfínni rökhugsun.

Heimspekingar 16. aldar höfðu ekki nærri því jafn mikið álit á honum og menn fyrri alda, og litu á hann sem glammrandi sófista. Það varð til þess að lærðir menn í Bretlandi tóku að nefna tornæma nemandur sína (tossana) eða tornæmt fólk yfirleitt, „dunce“, en það er leitt af miðnafni hans (sbr. Duns<dunce). Einnig var og er talað um „dunce cap“ á ensku, þ.e. tossahúfuna (eða tossaspísshattinn) sem tíðkaðist á Bretlandi og víðar, alveg fram á 20. öld.

  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.