Johannes Vermeer

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mjólkurstúlkan (1658 - 1660).

Johannes Vermeer eða Jan Vermeer (skírður 31. október 163215. desember 1675) var hollenskur listmálari sem fékkst einkum við myndir af borgaralegu lífi innan veggja heimilisins. Hann bjó alla ævi í borginni Delft og gekk nokkuð vel í sinni grein en varð aldrei sérlega frægur. 1866 gaf listfræðingurinn Thoré Burger út ritgerð þar sem hann eignaði Vermeer 60 verk (34 eru örugglega eignuð honum í dag) og frá þeim tíma hefur frægð Vermeers vaxið gríðarlega og hann er nú talinn einn af bestu málurunum á gullöld Hollands.


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.