Listfræði
Jump to navigation
Jump to search
Listfræði er ein þeirra fræðigreina sem fjallar um listir og sögulega og samfélagslega virkni þeirra, á ólíkum tímum og mismunandi menningarsvæðum. Í listfræði er fagurfræði hluta og sjónræn tjáning skoðuð og ná rannsóknir á sviðinu yfir alla listsköpun, svo sem málaralistar, höggmynda, grafíkur, innsetninga, gjörninga, vídeóverka, en einnig byggingarlist, hönnun og sjónmenningu.[1]
Listfræði er kennd við Háskóla Íslands á grunn- og framhaldsstigi.[2] Listfræðafélag Íslands er félag listfræðinga sem hafa B.A. gráðu frá viðurkenndum háskóla með listfræði sem aðalgrein.[3]
- ↑ „Um BA-nám í listfræði | Háskóli Íslands“. www.hi.is. Sótt 1. apríl 2021.
- ↑ „Listfræði | Háskóli Íslands“. www.hi.is. Sótt 1. apríl 2021.
- ↑ „Lög félagsins“. Listfræðafélag Íslands . 6. júní 2015. Sótt 1. apríl 2021.