Fara í innihald

Johan Ferdinand Aasberg

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Johan Ferdinand Aasberg (19. júní 1858 -22.11 1954 ?) var danskur skipstjóri sem sigldi hinum ýmsu skipum hins Sameinaða danska gufuskipafélags til og frá Danmörku og á strandsiglingum við Ísland.

Aasberg fæddist í Stubbekjöbling í Danmörku. Hugur hans hneigðist snemma að sjómennsku og fór hann ungur í siglingar, fyrst sem háseti. Hann tók stýrimannapróf við Bogö Navigationsskole og að því loknu sigldi hann sem 2. og 1. stýrimaður á ýmsum seglskipum. Aasberg kom fyrst til Íslands árið 1882 með freigátunni Sjælland. Árið 1883 gekk hann í þjónustu Sameinaða danska gufuskipafélagsins. Hækkaði hann fljótt í tign og varð 2. stýrimaður 1885, 1. stýrimaður 1889 og skipstjóri1898. Íslandsferðir sínar hjá félaginu hóf Aasberg árið 1890 sem 1. stýrimaður á e.s. Laura. Árið 1898 fól félagið honum skipstjórn á e.s. Skálholt, sem annaðist strandferðir hér við land. Treysti félagið engum betur en honum til þess að stjórna þeim erfiðu siglingum.

Þrem árum seinna varð hann skipstjóri á e.s. Laura, þá skipstjóri á e.s. Botnia árið 1909, og loks skipstjóri á hinu nýja e.s. Island, sem Sameinaða gufuskipafélagið lét byggja á stríðsárunum til Íslandsferða. Hóf það ferðir sínar hingað til lands seint á árinu 1915, og stjórnaði Aasbert því allt þangað til hann, árið 1923 varð að láta af skipstjórn fyrir aldurs sakir, 65 ára gamall. Fór hann allt í allt 233 ferðir hingað til lands.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.